11.07.2018
Vetrarnám í gyðjufræðum fyrir konur
Valgerður H. Bjarnadóttir,
félagsráðgjafi og MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki
Tími - Október 2018 til maí 2019 – 9 skipti ca. 120 klst
Staður - Námið er í boði fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi
Hver er þáttur kvenna og hins kvenlæga í mótun menningar og þar með sjálfsmyndar okkar? Hvernig getum við haft áhrif á eigin sjálfsmynd og mótun menningar til framtíðar?
05.05.2018
Vanadís mun bjóða upp á ýmiss konar námskeið í sumar og næsta vetur, allt frá örnámskeiðum til heils vetrar náms. Að venju verður áherslan á fjóra þætti:
1. Sjálfsþekkingu - sem er í raun kjarni allra námskeiðanna
2. Drauma - þ.á.m. Draumsögunám og -námskeið í samvinnu við Elísabetu Lorange
3. Gyðjuna og menningarsögu kvenna - Gyðjusögur og lengra nám um Gyðjuna í veröldinni og hið innra
4. Shamanisma - með áherslu á okkar eigin rætur og þá þekkingu og visku sem býr í fornum sögnum okkar.
Námskeiðin eru haldin víða um land og lönd, þótt höfuðstöðvar Vanadísar séu á Norðurlandi.
Nánari upplýsingar verður að finna á Facebook og hér á síðunni á næstu dögum og vikum.