Gyðjusögur - Mánagyðjan

Hin þríeina
Hin þríeina

Í allflestum menningarsamfélögum heims er tunglið, máninn eða mánan, þetta ljós sem lýsir upp myrkrið, tengt kvenleikanum og gyðjunni. Allt frá gyðjunni í Laussel fyrir 25 þúsund árum, til Maríu, nornarinnar og álfkonunnar á síðari öldum. Konan hefur snemma uppgötvað tengslin milli sín og þessa síbreytilega ljóss á himni. Þegar Mána hvarf af himni blæddi konunum og þegar fyrsta nýmánunöglin birtist á ný, endurborin, þá hættu blæðingarnar. Þegar hún skein í allri sinni dýrð skein konan líka og var frjó. Tunglið hefur áhrif á draumana okkar og líðan alla.

Gyðjur eins og Ísis, Inanna, Astarte, Luna, Hina, Hekate, Persefóna, Selena, Yemaja, Skapanornirnar .. o.fl. o.fl. eru tengdar tunglinu og jafnvel María er iðullega sýnd standandi í tunglbátnum, eins og formóðir hennar Inanna forðum.

Í Gyðjusögu kvöldsins rifjum við upp sögurnar um þessar gyðjur og um áhrif tunglsins á okkur í gegnum árþúsundin.

Í þessari örnámskeiðaröð um Gyðjuna og trúarsögu kvenna leiðir Valgerður þátttakendur inn í heim sem er óháður tíma og rúmi, í gegnum fróðleik, spjall og draumferðir.

Valgerður H. Bjarnadóttir er með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú. Hún er höfundur bókarinnar The Saga of Vanadís, Völva and Valkyrja.

Skráning á vanadis@vanadis.is  
Verð kr. 5000.-

Gyðjusögurnar á Akureyri eru í húsnæði Vanadísar að Hvannavöllum 14, 3. hæð.