Brísingamen - þráðurinn frá Miklugyðju til mín

Haustið 2017 bauð Vanadís í fyrsta sinn upp á heils vetrar nám, þar sem sagan var skoðuð, frá gyðjumenningu fornaldar í gegnum feðraveldi síðustu árþúsunda og til dagsins í dag. Þessi saga var svo nýtt sem spegill fyrir stöðu kvenna og sjálfsmynd. Tveir hópar tóku þátt veturinn 2017-18, annar sunnan heiða og hinn norðan. 

Haustið 2018 var aftur boðið upp á nám af þessu tagi, nú undir yfirskriftinni Brísingamen - þráðurinn frá Miklugyðju til mín.  Tveir hópar stunda nú námið sunnan heiða og einn norðan heiða, auk þess sem norðanhópurinn frá fyrri vetri er í framhaldsnámi. 

Ef Gyðjan lofar höldum við ótrauðar áfram næsta haust og bjóðum nýjum konum að borði.