Draumsaga

Draumsaga er nálgun í draumavinnu, þar sem sérstaklega er horft til samspils draumvitundar og vökuvitundar í þeim tilgangi að auka þekkingu á eigin sjálfi, tengjast auðlegðinni sem innra með okkur býr og finna samhljóm milli hennar og umhverfisins.  Boðið er upp á örnámskeið, helgarnámskeið, vikunámskeið og draumaferðir til útlanda. Einnig allt að átta mánaða nám í litlum hópum. Uppbygging námsins er samspil fræðslu, umræðu, upplifunar og sköpunar. Leiðbeinendur leggja inn fræðslu og utanumhald, þátttakendur leggja til eigin hugmyndir, drauma og sögu til að vinna úr.

Draumsaga hóf göngu sína fyrir ári, þegar við dreymendurnir Elísabet Lorange og Valgerður H. Bjarnadóttir, ákváðum að láta draum rætast. Við höfðum báðar unnið með eigin drauma alla tíð og komið að vinnu með drauma annarra árum saman, í einstaklingsvinnu og á námskeiðum. Við leiddum svo saman draumahóp í nokkurn tíma og langaði að taka vinnuna á næsta stig. Haustið 2017 hóf hópur kvenna vetrarnám í Draumsögu. Þær hittust einu sinni til tvisvar í mánuði og unnu með drauma sína og hverrar annarrar undir handleiðslu Valgerðar og Elísabetar.  
Sumarið 2018 voru helgarnámskeið, m.a. á Hólum í Hjaltadal og í vetur, 2018 - 19 verða örnámskeið, dagsnámskeið og helgarnámskeið bæði sunnan- og norðan heiða, auk vikuferðar til Lanzarote í janúar.  
verður boðið upp á helgarnámskeið og fleira er á döfinni.