Samstarfsfólk Vanadísar

Vanadísin er einnar konu verkefni, en kona er ekki eyland, hún kemst ekki langt án tengsla og samstarfs við aðra. 

Hér má finna upplýsingar um helstu samstarfskonur og -karla Vanadísar, auk stofnana og samstarfsverkefna sem eru í gangi. 

Lífsvefurinn 

Karólína Stefánsdóttir, félagsráðgjafi 

Draumsaga 

Elísabet Lorange er annar helmingur Draumsögu. Hún er kennari og listmeðferðarfræðingur að mennt og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 12 ár. Hún hefur komið að meðferðarvinnu með hópum og einstaklingum á öllum aldri. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í vinnu með fullorðnum og fósturfjölskyldum. Elísabet hefur í tugi ára unnið með sína eigin drauma sem og drauma þeirra sem það vilja og þurfa í listmeðferðinni.