Fréttir

Brísingamen - þráðurinn frá Miklugyðju til mín

Nú er hafin skráning í Brísingamen næsta vetrar. Námið, sem er fyrir konur, er frá október til maí og er í boði bæði nyrðra og syðra. Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og MA í trúarheimspeki og menningarsögu kvenna.

Lífsvefurinn norðan og sunnan heiða

Nú í febrúar eru fyrirhuguð tvö Lífsvefsnámskeið, annað hefst 21. febrúar í Hafnarfirði og hitt 27. febrúar á Akureyri. Lífsvefurinn er sjálfsþekkingarnámskeið fyrir konur (sjá nánar undir Námskeið). Þú getur sent fyrirspurn hér ef þú vilt skrá þig eða vita meira.

Brísingamen - nám í gyðjufræðum

Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki Tími: Október 2019 til maí 2020 – 9 skipti ca. 100 klst Staður: Námið er í boði á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi

GULLVEIG - FORN KVENNAFRÆÐI FYRIR NÝJA TÍMA

Sögukona - Valgerður H. Bjarnadóttir Níu mánaða nám, þar sem þátttakendur móta og tileinka sér forn kvennafræði eða svokallaða shamaníska lífsnálgun fyrir okkar tíma og veruleika, og finna og þjálfa leiðir til að koma á og viðhalda jafnvægi í eigin lífi og umhverfi. Unnið verður með lífstilgang okkar og tengingar við allt líf og Móður Jörð.

Gudinnen i våre røtter

To dagers kurs om kvinnelig kulturarv og gudinnen i det indre og ytre Oslo 31.august og 1.september 2019

Gyðjusögur - Mánagyðjan

Í þessari örnámskeiðaröð um Gyðjuna og trúarsögu kvenna leiðir Valgerður þátttakendur inn í heim sem er óháður tíma og rúmi, í gegnum fróðleik, spjall og draumferðir.

Gyðjuslóðir Frakklands

Kvennaferð Vanadísar sumarið 2019 21. - 28. júní 2019 Leiðsögukona: Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og MA í gyðjufræðum Dvalarstaður: Goujounac í Lothéraði

Gyðjusögur - Grískar gyðjur frá gyðjumenningu til feðraveldis

Leiðbeinandi Valgerður H. Bjarnadóttir. Þær gyðjur sem almenningur í hinum vestræna heim tengir líklega sterkast við eru grísku gyðjurnar, Aþena, Hera, Afródíta, Artemis, Demeter o.fl. Við lærðum um þær í skóla og sögurnar af þeim hafa síast inn í okkur gegnum bókmenntir, kvikmyndir og dægurmenningu. En sögurnar sem við flest höfum heyrt gefa þó heldur einsleita og jafnvel skakka mynd af þessum menningar- og trúarfyrirbærum.

Draumsaga - brúin milli draums og vöku

Örnámskeið Draumsögu Elísabet Lorange og Valgerður H. Bjarnadóttir Draumsaga er nálgun í draumavinnu, sem hefur að markmiði að styrkja tengslin milli svefns og vöku, milli draum- og vökuvitundar. Á þessu örnámskeiði læra þátttakendur einfaldar leiðir til að skynja, muna og vinna með draumana sína og tengja þá við veruleika vökunnar.

Ný vefsíða Vanadísar

Þá er Vanadísin komin með vefsíðu sem virkar í snjalltækjum ❤ Á næstu vikum verður vefurinn uppfærður með nýju efni og Vanadísin þiggur með þökkum öll góð ráð í slíkum efnum. Vertu velkomin og hikaðu ekki við að hafa samband ef það er eitthvað sem þú ert forvitin um eða langar að koma á framfæri.