Yggdrasill - forn fræði á firrtum tímum

Yggdrasill er Veraldartréð í norrænum sagnaarfi og hér nýtum við það sem tákn fyrir þá heildarsýn sem nútíminn kallar á, ef við ætlum að koma í veg fyrir endalok veraldar okkar, þ.e. lífs okkar og fjölda annarra tegunda lífvera á þessari Móður okkar Jörð.  Það má með sanni segja að nútímamenning einkennist af firringu, þar sem við líðum áfram í blekkingu og tökum flest litla sem enga  ábyrgð á hegðun okkar sem þó er að gera heimili fjölda fólks og annara lífvera óbyggileg með öllu.  Baráttan fyrir lífi jarðarbarna og jafnvægi í veröldinni verður að hefjast með okkur sjálfum, með því að við lítum í eigin barm og skoðum hvað við getum gert til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar. 

Á þessu námskeiði setjumst við undir Yggdrasil, við uppsprettu lífsins í Urðarbrunni, þar sem Skapanornirnar Urður, Verðandi og Skuld sýna okkur samhengið milli þess sem var, er og verður og kenna okkur að horfa á það samhengi í okkar eigin lífi. 

Skráning og nánari upplýsingar á vanadis@vanadis.is eða með því að senda fyrirspurn hér af síðunni.