Seiður eða shamanismi

Shamanismi má heita grunnur allrar menningar og trúarbragða og vart finnst sú menning í víðri veröld sem ekki á rætur í einhvers konar shamanískri heimsmynd. Það þýðir þó ekki að nútímamenning sé trú shamanískum rótum sínum, þvert á móti höfum við fjarlægst þessar rætur og gleymt þeim þótt enn megi finna þær í táknmáli, orðum og ýmsum hugmyndum. 

Shamanismi er annars vegar lífsnálgun og hins vegar ákveðin list, þekking eða fræðigrein sem svokallaði shamanar eða seiðkonur og seiðmenn hafa vald á.  Shamanismi er tökuorð úr síberískri mállýsku og þýðir "sú/sá sem sér eða veit".  Lífsnálgunin er heildræn og lítur á tilveruna sem alheimsvef, lífsvef, sem er í sífelldri mótun og hreyfingu í leit að jafnvægi. Allt er tengt, hreyfing á einum stað hefur áhrif á allan vefinn. Þetta erum við svo smám saman að ná að "sanna" með nútímavísindum. Seiður er sú tegund shamanisma er býr í okkar norrænu og líklega samísku og keltnesku rótum, þ.e. sá seiður sem fjallað er um í fornum ritum okkar, á sér væntanlega amk þessar þrjár rætur. 

Valgerður hefur stundað nám og sótt styttri námskeið hjá konum og körlum sem sum eru fullnuma shamanar og önnur stunda shamaníska lífsnálgun. Meðal þeirra eru Lynn V. Andrews, Carlos Castaneda og félagar, Caitlín Matthews, Bíret Marít Kallíó, Bhola Banstola, Angangak o.fl.  Valgerður er ekki shaman eða seiðkona, en veit heilmargt um shamanisma í gegnum tíðina og leitast við að rækta shamaníska nálgun í lífinu, þ.e. heildarsýn og virðingu fyrir öllum þáttum lífsins. 

Vanadís býður upp á styttri og lengri námskeið í shamanisma, þar sem markmiðið er að kynna a.v. sögu shamanisma og hins vegar leiðir sem geta nýst við að tileinka sér shamaníska lífsnálgun.  Ritúöl, draumferðir,  draumavinna, sagnir og tengsl við náttúruna eru þar meginþættir. 

Námskeið Vanadísar um shamanisma höfða bæði til kvenna og karla og fólk úr öðrum menningarsamfélögum hefur sýnt þeim mikinn áhuga. Þess vegna eru námskeiðin í boði bæði á íslensku og á ensku og Vanadísin ferðast víða um heim með þau.