Fréttir

Draumsaga - brúin milli draums og vöku

Örnámskeið Draumsögu Elísabet Lorange og Valgerður H. Bjarnadóttir Draumsaga er nálgun í draumavinnu, sem hefur að markmiði að styrkja tengslin milli svefns og vöku, milli draum- og vökuvitundar. Á þessu örnámskeiði læra þátttakendur einfaldar leiðir til að skynja, muna og vinna með draumana sína og tengja þá við veruleika vökunnar.

Ný vefsíða Vanadísar

Þá er Vanadísin komin með vefsíðu sem virkar í snjalltækjum ❤ Á næstu vikum verður vefurinn uppfærður með nýju efni og Vanadísin þiggur með þökkum öll góð ráð í slíkum efnum. Vertu velkomin og hikaðu ekki við að hafa samband ef það er eitthvað sem þú ert forvitin um eða langar að koma á framfæri.