Draumsaga - brúin milli draums og vöku

Námskeiðið er samspil fræðslu, umræðu, upplifunar og sköpunar. Leiðbeinendur leggja inn fræðslu, þátttakendur leggja til eigin hugmyndir, drauma og sögur til að vinna úr.

Námskeiðið er hið fyrsta í röð örnámskeiða Draumsögu í vetur, bæði sunnan og norðan heiða, þar sem hægt er að kynnast draumunum sínum og draumsögu-nálguninni frá ýmsum sjónarhornum. Hvert námskeið er sjálfstætt en saman mynda þau heild.

Hámarksfjöldi þátttakenda 14-16
Verð kr. 5000.-

Skráning og nánari upplýsingar á elisabet.lorange@gmail.com fyrir 20.október n.k.

Elísabet Lorange er kennari og listmeðferðarfræðingur að mennt. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 12 ár. Hún hefur komið að meðferðarvinnu með hópum og einstaklingum á öllum aldri. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í vinnu með fullorðnum og fósturfjölskyldum. Elísabet hefur í tugi ára unnið með sína eigin drauma sem og drauma þeirra sem það vilja og þurfa í listmeðferðinni.

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu. Hún hefur starfað að málefnum kvenna, fræðslu og ráðgjöf í áratugi og hefur að baki fjölþætta reynslu af félagsmálum, stjórnmálum, heilbrigðismálum, menningar- og menntamálum og jafnréttismálum. Hún hefur nýtt og skoðað draumana sína frá barnsaldri og nýtir draumvitundina markvisst í öllu sínu starfi.