VEFUM LÍFSVEFINN ÁFRAM

Frúin í Shalott vefur sinn vef í hring - William Holman Hunt 1905
Frúin í Shalott vefur sinn vef í hring - William Holman Hunt 1905

Lífsvefurinn - sjálfsþekkingarnámskeið fyrir konur var skapað af þeim Karólínu Stefánsdóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur, félagsráðgjöfum, árið 1992 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. Það hefur verið haldið nánast óslitið öll þessi ár fyrir konur um allt land og erlendis, auðvitað í sífelldri þróun í takt við nýjar rannsóknir og reynslu, en nálgunin, hugmyndafræðin, grunnurinn og ramminn hafa reynst svo vel að það er meira og minna óbreytt.  Nú er kominn tími til að rétta keflið áfram til annarra kvenna, sem vilja halda áfram að þróa hugmyndafræðina og nálgunina.

Námskeiðið Vefum Lífsvefinn áfram er annars vegar leið til aukinnar sjálfsþekkingar fyrir þær sem taka þátt, en þar er einnig lögð áhersla á að fjalla um það hvernig og hvers vegna vefur námskeiðsins er ofinn, orsakir á bak við námsnálgunina og námsaðferðir og að veita konunum þjálfun í að nýta þessar aðferðir og nálgun í sínum störfum, bæði inn á við og út á við.

Námskeiðið er byggt upp sem blanda af samveru utan þéttbýlis yfir tvær langar helgar og fundum á netinu mánaðarlega. Nemendur fá lesefni frá VHB í upphafi, bókina um Lífsvefinn (óútgefin bók í vinnslu) og handbók með, auk lista yfir ítarefni, og síðan myndbönd með fyrirlestrum og verkefni til að vinna milli tímanna. 

Skráning og allar nánari upplýsingar á vanadis@vanadis.is eða í síma 895 3319.