Námskeið og námsleiðir Vanadísar 2023 - 24

Til að auðvelda yfirsýn set ég hér lista yfir það sem verður í boði  næsta haust og vetur, þ.e. það sem þegar er ákveðið að bjóða upp á:
27. - 31. ágúst - Kvenhetjuferðin - leið til heildar - námskeið opið öllum konum
 
9. - 12. nóvember: Kærleikur og Viska - arfmyndir gyðjunnar í kristni - Upphafshelgi vetrarnáms um birtingarmyndir og hugmyndir kvenleikans í kristninni .. og hvernig við speglum okkur í þeim. Námið er framhald fyrir þær konur sem hafa lokið einhverjum námsleiðum hjá Vanadísi, en er líka opið konum sem hafa grunn í kvennasögu til að byggja á. Það verður í allan vetur og lýkur um mánaðarmótin maí-júní 2024. 
 
Auk þessa er Draumsaga með námskeið bæði hérlendis í haust og á Lanzarote í janúar. Sjá nánar fréttir um það. 
 
Ég hvet ykkur til að heyra í mér sem fyrst ef þið hafið áhuga á einhverju af þessu ❤