Lífsvefurinn norðan og sunnan heiða

Hafnarfirði 21. febrúar til 20.apríl 2020
24 klst - 8 x 3 klst - mánudaga og föstudaga kl. 13 - 16

Akureyri 27. febrúar til 19. mars 

25 klst - 10 - 2,5 klst - Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10 - 12:30

Lífsvefurinn er nám fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa lífsins þræði á markvissan hátt í einkalífi og starfi. Lögð er áhersla á að skoða áhugasvið, hæfileika, þekkingu og reynslu sem kemur að gagni í einkalífi og í atvinnu.

Helstu efnisþættir: sjálfsmynd og samskipti; saga, hlutverk og staða kvenna; heilsa, tilfinningar og draumar; áhugasvið, lífstilgangur, markmið, möguleikar og hindranir.

Markmiðin eru m.a. að: læra að þekkja og virða sjálfa sig; læra að greina hindranir, yfirstíga þær og setja sér raunhæf markmið; læra leiðir til skapandi samskipta; styrkja sjálfsmyndina; þekkja sögu sína, lífsgildi og lífstilgang og ná að skapa sér gefandi lífs- og starfsvettvang.

Verð kr. 45.000 ATH! Námskeiðið fæst niðurgreitt af stéttarfélögum.