Valgerður H. Bjarnadóttir,
félagsráðgjafi og MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki
Tími: Október 2019 til maí 2020 – 9 skipti ca. 100 klst
Staður: Námið er í boði á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi
Í þessu námi munum við rekja þráðinn í gegnum þúsunda ára menningarsögu, rýna í þátt hins kvenlæga í veröldinni og trúnni, læra um sjálfar okkur og þær meðvituðu og ómeðvituðu hugmyndir sem móta okkur. Við lærum um gyðjumenningu fyrri tíma, mæðrasamfélög fyrr og nú, og ótal myndbirtingar Gyðjunnar í gegnum árþúsundin, allt til okkar daga, og ekki síst um upprisu hennar á síðustu árum.
Við munum að sjálfsögðu einnig fjalla um konur sem hafa átt ríkan þátt í að móta hugmyndir og menningu í gegnum tíðina. Við munum skoða gyðjur allra heimshluta en höfuðáherslan verður á þá menningu sem þróaðist frá Evrópu, Mesópótamíu og Egyptalandi og sem rætur okkar flestra teygja sig til.
Heitið Brísíngamen vísar til gullna mensins sem Freyja öðlaðist þegar hún tengdist vættum allra átta og varð heil. Óðinn og Loki stálu frá henni meninu og þar með var jafnvæginu raskað. Menið er því hér tákn fyrir gyðjumenninguna, sem er haldið í gíslingu feðraveldisins.
Námið er flétta akademískrar, skapandi og persónulegrar nálgunar og byggir á
Þetta er þriðja árið sem þetta nám er í boði.
Umsögn
„Algerlega einstakt námskeið sem engin kona ætti að láta fram hjá sér fara. Hvert einasta skipti var gæðastund með forgang í dagatalinu og tilhlökkun í hjartanu. Frábær kennsla, leiðsögukona og meðþátttakendur. Einkunn 11 af 10 mögulegum!“ Sigríður Ævarsdóttir
Leiðbeinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir. Valgerður er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á gyðjutrú. Hún hefur árum saman fjallað um sjálfsþekkingu, gyðjumenningu, drauma, ævintýri og shamanisma, í ræðu og riti, og á námskeiðum, auk ýmissa annarra starfa.
Skráning á sérstökum eyðublöðum, ekki síðar en 29. júlí n.k.
Skráning, umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um verð, tilhögun, dagsetningar o.fl. í síma 895 3319 og á vanadis@vanadis.is eða með því að senda fyrirspurn hér á síðunni.