Draumsaga - vetrarnámið

Elísabet Lorange og Valgerður H. Bjarnadóttir

Fyrir þau sem langar að kafa djúpt, horfa vítt og tengja draumana inn í lífsheildina.

Átta mánaða nám í draumfræðum. Þátttakendur vinna í þéttum hópi með eigin lífssögu út frá samspili draums og vöku, í gegnum fræðslu, samtal, íhugun, tilfinningar, tengsl og sköpun. Námið nýtist vel í einkalífi og starfi. 

Boðið er upp á tvo hópa, einn í Reykjavík og annan á Akureyri. 
Fjöldi í hvorum hópi: 6-8
Tímabil: Október 2019 til júní 2020  

Námið hefst með og lýkur á draumahelgi, þar sem báðir hóparnir eru saman. Hver hópur hittist svo að jafnaði hálfsmánaðarlega, 3 - 6 klst klst. í senn. 
Alls ca. 90 klukkustundir í virkri hópavinnu. 

Leiðsögn og umsjón: Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur (Reykjavík) og Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, BA í draumafræðum (Akureyri) 

Umsóknarfrestur er til 29.júlí n.k. 
Verð: 23.000 kr. á mánuði í 8 mánuði + staðfestningargjald, 23.000 kr. sem greiðist fyrir lok ágúst.

Innifalið í verði eru gisting og matur báðar draumahelgarnar sem og öll kennsla, efni og námsgögn, fyrir utan bækur. Hægt er að fá námið niðurgreitt frá flestum stéttarfélögum.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netföngin elisabet.lorange@gmail.com og   vanadis@vanadis.is


Hikið ekki við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar. 
Við hlökkum til heyra frá ykkur :)

Sjá líka á https://www.facebook.com/Draumsaga