FrÚttir

MarÝurnar taka vi­ af Gy­junni

Nú er námskeiðinu um Gyðjuna í gegnum aldirnar að ljúka og í næstu viku, miðvikudaginn 14.mars hefst námskeið um Maríurnar - kvenímyndina í trúnni. Maríunámskeiðið hefur nú verið haldið nokkrum sinnum, enda er mikill áhugi á því að skoða sögur og ímyndir þessara kvenna sem báðar leika lykilhlutverk í kristinni trú.

DaVinci lykillinn hefur m.a. orðið til þess að vekja áhuga á Magðalenu. Hver var hún? Hvaða hlutverk hafa goðsagnirnar um hana sem hóru, ástkonu, eiginkonu, móður, postula og leiðtoga leikið í gegnum tíðina? Og hver var María móðir Jesú? Var hún húsmóðir frá Nazaret eða hofgyðja? Nánari upplýsingar um námskeiðið færðu með þvi að smella á hnappinn NÁMSKEIÐ hér til vinstri.  

Á námskeiðinu verður fjallað um Maríurnar, mey og Magðalenu, sögu þeirra og þær goðsagnir sem spunnist hafa í kringum þær í gegnum tíðina. Þá verður rýnt í þá flóknu kvenímynd sem erfist, birtist og þróast í kristinni trú og skoðað hvaða áhrif hún kann að hafa á sjálfsímynd kvenna og stöðu þeirra í samfélaginu. Skyggnst verður í fornar heimildir, m.a. frumkristnu handritin sem fundist hafa á síðustu öld, og sem gefa nýja og stundum framandi mynd af konunum sem báru þetta helga nafn, María.Picture of the day

thorunn_hyrna_25.okt.jpg

Visits

Today: 1554
Total: 2261958

Calendar

« Febrúar 2019 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728 

Events

No events comming up

Poll

Would you attend workshops in English if Vanadis offered them in ReykjavÝk?


See Results
See all

Mailinglists


Division

Framsetning efnis

moya 1.11 - Stefna ehf