Speglar sagnanna

Speglar sagnanna - gyðjan í mér og þér

Í lok síðustu aldar kom út bókin Women who Run with the Wolves eftir hina mexíkönsk/ungversku Clarissu Pinkola Estés, sálfræðing og rithöfund. Þar nýtir hún minni úr gömlum ævintýrum og goðsögnum sem eins konar spegla fyrir lífið, leiðarvísa um krákustígana sem við öll þurfum að rata í lífinu. Bókin er ein þeirra sem um skeið var kölluð biblía kvenna, og enn hittast konur um allan heim í leshringjum þar sem þær spegla sig í sögunum, styrkjast og víkka sjálfsmyndina.

Í íslenska sagnaarfinum, bæði sögunum og þjóðsögum, er að finna ótal dæmi um sögur sem hafa öll einkenni þeirra goðsagna og ævintýra sem Estés nýtir. Þær fjalla um örlögin, lífið og tilveruna á þann hátt að sérhver manneskja getur speglað sig í sögunni og nýtt hana sem vegvísi. Prinsessan í hörpunni, Áslaug/Kráka, prinsessan þögla sem hulin var tjöru í 15 ár, en leysti þá hinar óleysanlegu þrautir konungsins, er aðeins eitt dæmið.

Á þessu námskeiði eru fornsögur, goðsögur og þjóðsögur notaðar sem speglar fyrir lífið. Um leið og við rifjum upp sagnaarfinn nýtum við þær Freyju, Sigyn, Kráku, Gefjuni, Auði, Skaða, Skapanornirnar, álfkonuna og fleiri magnaðar gyðjur og konur til að leiðbeina okkur í lífinu.
Við förum í draumferðir, vinnum með draumana okkar og speglum okkar eigin goðsagnir í fornum sögnum.
Þetta er 2ja - 3ja sólarhringa námskeið, oftast haldið utan þéttbýlis

Mynd augnabliksins

vetur2011-12_052.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1869
Samtals: 5218128

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning