Rįšgjöf og handleišsla

Ég býð upp á ráðgjöf og handleiðslu fyrir einstaklinga, pör og hópa, í einkalífi og starfi. Þar nýti ég menntun mína sem félagsráðgjafi og fjölbreytta reynslu úr einkalífi mínu og störfum, en einnig menntun á sviði drauma og fornrar menningar.   

Meðal þess sem ég legg áherslu á er að vinna með markmið og lífstilgang, endurskoða sjálfsmyndina, vinna með ytri og innri samskipti, lífssögu, áhugasvið, hæfileika, sköpunarkraft og síðast en ekki síst drauma og langanir.

Í handleiðslu hópa vinn ég með möguleikana sem búa í samstarfi, þannig að hæfileikar allra fái notið sín. Við skoðum leiðir til að draga úr togstreitu og tortryggni og byggja upp traust og samhæfingu.

Í ráðgjafarvinnu nýti ég m.a. drauma næturinnar, hugarferðir,  innri hlustun, verkefni og skapandi tjáningu, í bland við samtalið.

Einnig býð ég upp á sérstaka draumaráðgjöf fyrir þau sem vilja læra að vinna með eigin drauma, bæði einstaklinga, pör og hópa.

 

Mynd augnabliksins

skogar-vetur.jpeg

Heimsóknir

Ķ dag: 123
Samtals: 4600655

Dagatal

« September 2018 »
SMÞMFFL
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning