Nįmskeiš Vanadķsar

Hér finnurðu upplýsingar um ýmis námskeið haldin undir yfirskriftinni: Vanadís - rætur okkar, draumar og auður.

Valgerður H. Bjarnadóttir er leiðbeinandi á námskeiðunum og stundum fær hún aðrar konur og karla til liðs við sig.

Námskeiðin eru haldin þar sem best þykir hverju sinni, í sveit eða bæ, en áhersla lögð á nærandi og friðsælt umhverfi.

Sum námskeiðin eru eitt kvöld eða dagur, önnur ná yfir lengri tíma og geta verið annað hvort einstök kvöld / dagar yfir lengri tíma, eða nokkurra sólarhringa námskeið, sem þá eru oftast haldin utan þéttbýlis.  

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að tengja menningu, forna og nýja, við sögu og líf þátttakenda. Sum leggja megináherslu á fræðilega þekkingu og persónulega heimspeki, má þar m.a. nefna Maríurnar, Inönnu, Avalon og Gyðjuna í gegnum aldrinar. Önnur leggja megináherslu á persónulegan vöxt, tjáningu, sjálfsstyrkingu og sjálfsþekkingu, en tengjast fræðunum, menningar- og hugmyndaþróun. Það gildir t.d. um draumanámskeiðin og Lífsvefinn, Spegla sagnanna, Heiði og Spegill, spegill.

Veturinn 2017 til 18 býður Vanadís upp á tvær lengri námsleiðir, hvor um sig er átta mánuðir og eru hugsaðar fyrir þær sem vilja dýpka þekkingu sína á draumavinnu a.v. og gyðjufræðum h.v.

Draumsaga - nám í draumfræðum

Saga Gyðjunnar - nám í gyðjufræðum

sjá nánar á Facebook og hér á Vanadísarsíðunni.  

Brot úr nokkrum umsögnum um námskeið Vanadísar:

"Ég hef sótt 7 námskeið hjá Valgerði, um ýmis málefni, á ca. 10 ára tímabili og alltaf þótt þau ákaflega gefandi, fræðandi og uppbyggjandi.  ....  Á námskeiðunum er fortíðin skoðuð og hún spegluð í nútímanum með fjölbreyttum aðferðum s.s. fyrirlestrum, myndum, skrifum, æfingum, ferðum í huga eða náttúru, samstarfi og mat svo eitthvað sé nefnt. Það hefur verið skemmtilegt, erfitt, gott, hreinsandi, umhugsunarvert, fallegt, umvefjandi og ég er full þakklætis að fá að njóta þess að vera þátttakandi." 

"Námskeið Vanadísar eru fyrir mér leið til að kynnast sjálfri mér og öðrum .... Valgerði tekst á sinn einstaka og lifandi hátt að miðla þessari þekkingu af hjartans list og andans auð þannig að hver sem til hennar sækir hlýtur að geta komist að einhverju nýju um sjálfan sig - öðlast meiri sjálfsþekkingu, uppgötvað ný sjónarhorn, séð fleiri möguleika, aðrar leiðir..."

"Lífsvefurinn vakti mig til umhugsunar um það hver er ég - út frá sögu - menningu - fjölskyldusögu - lífsviðhorfi (ræturnar mínar) og þar með styrkti námskeiðið mig til aukins sjálfsstyrks og vitundar."

"Lífsvefurinn gaf mér aðra sýn á lífið og mikinn andlegan létti.

"Ég hefði viljað hafa lengri tíma. Margt af þessu nánast gargar á frekari þekkingarleit."

"Námskeið Vanadísar eru einstök.   Þau helgar-  og kvöldnámskeið sem ég hef sótt, hafa vakið mér hamingju og gleði, hjálpað mér að skilja og tengjast mínum kvenlegu rótum,  Hvað vissi ég um ,,Maríurnar, Inönnu, Ísis og Ehedúönnu ef ég hefði ekki sótt námskeið Vanadísar?  Bara hreint ekki neitt!"

"Valgerður er með mjög víðtæka þekkingu á þáttum námskeiðanna og kann endalausar "hliðarsögur". Námskeiðin voru haldin í hlýlegu umhverfi og almennt skapar hún notalegan blæ í kringum námskeiðin og þátttakendur. Hún gefur mikið af sjálfri sér sem er að mínu mati mikilvæg rausn þegar um málefni er að ræða sem verða óhjákvæmilega persónuleg fyrir þátttakendur. ... Nú finnst mér mun skemmtilegra á pæla í mínum eigin draumum og hvaða þýðingu þeir hafa fyrir mig. Ég ætla að fara á lengra draumanámskeiðið um leið og ég fæ tíma til þess."  

Vanadís er þakklát fyrir öll þessi hvetjandi ummæli. Það er gefandi að fá að vera í samskiptum við fólk sem sýnir svona áhuga og tekur þátt af lífi og sál ... og Vanadís mun áfram reyna að mæta þeim áhuga. 

Með því að smella á hnappana til vinstri finnurðu námskeiðslýsingar, dagskrár, lesefni og ítarefni - greinar og slóðir -, fyrir hvert námskeið. Ef þú vilt vera á póstlista þá geturðu skráð þig neðst á síðunni til vinstri.

Mynd augnabliksins

baldurshagi.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1689
Samtals: 5217948

Dagatal

« Febrúar 2019 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning