MarÝurnar - kvenÝmyndin Ý tr˙nni

lady_chapel_ltil_120Maríukapellan í Glastonbury

Á námskeiðinu er fjallað um þá kvenímynd sem birtist og þróast í kristinni trú, uppruna hennar og hugsanleg áhrif fyrr og nú. Sérstaklega eru skoðaðar goðsagnirnar um Maríurnar, sögulegar og trúarlegar forsendur þeirra.

María hefur mörg andlit í trúnni og sögunni. Hún er móðir Krists og brúður hans, meyjan og hóran, lærimeyjan og postuli postulanna. Hún er hin synduga og syndlausa, iðrandi og huggandi, og allt í senn. Hún er himnadrottning og húsmóðir frá Nazaret, hinn helgi gral og ættmóðir franskrar konungaættar. Nafnið María hefur í gegnum árþúsundin verið gefið gyðjum víða um heim, í ólíkum trúarbrögðum.

Á námskeiðinu verður fjallað um Maríurnar, mey og Magðalenu, sögu þeirra og þær goðsagnir sem spunnist hafa í kringum þær. Þá verður rýnt í þá flóknu kvenímynd sem erfist, birtist og þróast í kristinni trú og skoðað hvaða áhrif hún kann að hafa á sjálfsímynd kvenna og stöðu þeirra í samfélaginu. Skyggnst verður í fornar heimildir sem gefa nýja og stundum framandi mynd af konunum sem báru þetta helga nafn, María.

Í hinum frumkristnu, gnostísku handritum, sem fundust 1896 og 1945 í Egyptalandi, koma fram hugmyndir um konur og kvenleikann í trúnni, sem eru um margt ólíkar þeim hugmyndum sem Biblían boðar. Þeirra á meðal er Maríuguðspjallið, sem kennt er við Maríu Magdalenu og ljóðabálkurinn Þruman, fullkomin vitund, þar sem guð hefur rödd konu. Skyggnst verður í fjársjóði þessara fornu rita.

Námskeiðið er ýmist 10-12 tíma kvöldnámskeið (3-4 skipti) eða ca. 16 tíma helgarnámskeið. Það er byggt upp á stuttum fyrirlestrum/fræðslu sem fylgt er eftir með hugleiðslum, verkefnum og umræðu. Gert er ráð fyrir mikilli virkni þátttakenda í umræðunni.

Athyglisverðar vefslóðir með upplýsingum um Maríurnar

María Magðalena

http://www.magdalene.org      

http://www.interfaithmarianpilgrimages.com/pages/mary_magdalen.html   

http://thewhitemoon.com/mary/magdalene.html#MOTHER  

María móðir Jesú

http://thewhitemoon.com/mary/    

Maríuguðspjallið

http://reluctant-messenger.com/gospel-magdalene.htm  

Akademískar upplýsingar um Maríu

http://www.udayton.edu/mary/   

Laurence Gardner - höfundur The Magdalene Legacy

http://www.graal.co.uk/bloodlinelecture.html 

 

Mynd augnabliksins

blagresi.jpg

Heimsˇknir

═ dag: 1679
Samtals: 5217938

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

┴ nŠstunni

Engir vi­bur­ir ß nŠstunni

K÷nnun

Hefur­u ßhuga ß nßmskei­um VanadÝsar?Sjß ni­urst÷­ur
Sjß allar kannanir

Pˇstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrßning