Lķfsvefurinn

Lífsvefurinn – sjálfsþekkingarnámskeið fyrir konur

Lífsvefurinn er námskeið fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa hinn margþætta vef lífsins á markvissan hátt.

Námskeiðið er unnið og þróað af Karólínu Stefánsdóttur og Valgerði H. Bjarnadóttur, sem báðar eru félagsráðgjafar að mennt og hafa starfað í áratugi með konum í einstaklingsráðgjöf og hópum. Karólína er fjölskylduráðgjafi og hefur síðustu áratugi starfað á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Konur á öllum aldri, víða um heim hafa sótt námskeiðið síðan 1992 og hefur það verið ein aðaluppistaðan í náminu í Menntasmiðju kvenna frá upphafi. Undanfarin ár hefur Valgerður sinnt kennslunni að mestu.

jamandorlaMandorla Of The Spinning Goddess (1982) : Judith Anderson

Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: sjálfsþekking og samskipti; saga, hlutverk og staða kvenna; heilsa kvenna og tilfinningar; draumar og goðsagnir; fyrirmyndir og fordómar; lífstilgangur, markmið og möguleikar.

Helstu markmiðin eru að: læra að þekkja og virða sjálfa sig; læra að greina og vinna úr því sem er erfitt og setja sér raunhæf markmið; læra leiðir til betri samskipta; styrkja jákvæða kvenímynd/sjálfsmynd sína; og þekkja sögu sína, lífsgildi, lífstilgang, rétt sinn og skyldur.

Undanfarið hefur Lífsvefurinn verið í boði á Akureyri og víða um landið, bæði 20 klst. grunnnámskeið og 40 klst framhald. Framhaldið er ekki síst fyrir konur sem geta nýtt námið í störfum sínum, unnið er nánar með samskipti, sjálfsstyrk og sjálfsmynd m.a. út frá draumum, goðsögnum og ævintýrum. Nú er námskeiðið einnig í boði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og víðar.

Hægt er að bjóða upp á bæði styttri og lengri útgáfur Lífsvefsins, aðlagaðar að ólíkum hópum.

Mynd augnabliksins

indridi_thorsteins_skogum.jpeg

Heimsóknir

Ķ dag: 1737
Samtals: 5217996

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning