Kvennaraddir fortķšar

Fornar sagnir og spár 

Kvennaraddir fortíðar varpa ljósi á rætur okkar
Valgerður H. Bjarnadóttir í hlutverki völvunnar Heiðar, Þórunnar hyrnu og Auðar djúpúðgu

Sögustund þar sem farið er á fund við konur sem tengjast fornum rótum Íslendinga.  Hver sögustund er klukkutími.  Annars vegar hittum við völvuna Heiði, sem segir söguna í hinu forna kvæði Völuspá og hins vegar systurnar Þórunni hyrnu, landnámskonu í Eyjafirði og formóður fjölmargra Íslendinga og Auði djúpúðgu. 

Hin forna segir söguna í ca. 30 mínútur og svo gefst tækifæri til spjalls og fyrirspurna í annan hálftíma.   

 

Heiður völva og sýn hennar

Þegar Óðinn leitaði til völvunnar í kreppunni - sagnir og veruleiki úr Völuspá

Völuspá er helsta trúarkvæði okkar úr heiðnum sið og hefur verið kallað fegursta kvæði allra tíma. Þar segir völvan frá því þegar Óðinn, æðsta goð Ása, kemur til hennar í öngum sínum. Hann hefur misst tökin í veröldinni og leitar svara hjá henni um orsakir, stöðu og afleiðingar gjörða goðanna. Hún kallar til goðin öll ásamt mennskum konum og körlum úr öllum stéttum, og rekur fyrir þeim söguna frá upphafi vega til endaloka ... og nýbyrjunar. 

Í sögustundinni fylgir Heiður þræðinum í Völuspá, en kvæðið er á köflum torskilið og því er reynt að færa það í óbundinn texta sem er nær nútímamáli. Inn í sögu veraldar fléttar Heiður svo sögur og sagnabrot sem liggja að baki Völuspár, sögurnar sem hinn forni siður byggði á og sem skýra kvæðið í heild.

 

Þórunn hyrna - landnámskona í Eyjafirði 

Hver var hún? Hvaðan kom hún?  Á hvað trúði hún? Hvers konar samfélag tók hún þátt í að skapa hér?

Þórunn hyrna var formóðir Eyfirðinga og flest þau sem eiga rætur í þessu landi geta rakið ættir sínar til hennar. Eftir henni er ein lengsta gata Akureyrar nefnd Þórunnarstræti og við norðurendann rísa klappir með styttu af Þórunni og eiginmanni hennar Helga sem kallaður hefur verið "magri". Þórunn var móðir átta barna sem öll byggðu í Eyjafirði og nágrenni og hún var systir frægustu landnámskonunnar, Auðar djúpúðgu, en þær systur voru af einni mestu landnámsætt Íslands.  Í gegnum þessi tengsl getum við fengið óljósa mynd af Þórunni. Í sögustundinni er reynt raða saman brotunum og kalla fram heildstæða mynd af henni og þeim tíðaranda sem ríkti í hennar tíð, með því að hún segi sögu sína, þeirra kvenna og karla sem henni tengjast og ferðum þeirra um þann heim sem íslenska þjóðin er sprottin úr. Jafnframt munum við velta fyrir okkur þeim áhrifum sem Þórunn og samtíð hennar hefur haft á íslenskan nútíma.

Mynd augnabliksins

baldurshagi.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1649
Samtals: 5217908

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning