Inanna

Inanna og Enheduanna                                                 tal466_266
-heimsins elstu ljóð                                                                                        

Námskeiðið um Inönnu, Enhedúönnu og ljóðin sem tengja þær saman, er hluti í námskeiðsröð um gyðjuna og menningarsögu kvenna.

Sú saga hefur verið týnd, grafin og hulin og aldaraðir, en er að verða okkur kunn á ný með hjálp kvenna og karla um allan heim. Í MA-náminu mínu í Trúarheimspeki og menningarsögu kvenna kynntist ég gyðjunni eins og hún birtist í Miðausturlöndum, Suður-Evrópu og víðar, og lagði áherslu á að tengja þá sögu við okkar Norræna sagnaarf. Ég skoðaði hvernig þessi arfur hefur verið skrumskældur í gegnum tíðina, en ekki síður hvernig leifar hans lifa enn meðal okkar í sögum, ævintýrum og daglegu lífi.

Inanna var gyðja í Súmeríu, landinu sem kallað hefur verið vagga menningarinnar. Enhedúanna var æðsta hofgyðja í því landi um 2300 f.kr. Hún var hofgyðja í fornu borginni Úr og þjónaði Mánahjónunum, þeim Nanna og Ningal, sem sögð voru foreldrar Inönnu, en hún var táknuð með stjörnunni, sem við köllum Venus. Inanna náði að verða æðst goða í Súmeríu, kölluð Drottning himins og jarðar.

Goðsagnirnar um Inönnu er að finna í ljóðunum fornu og í ljóðum Enhedúönnu fáum við fágæta innsýn í tilfinninga samband hofgyðju við goð sitt. Enhedúanna er elsta þekkta skáld veraldar, þótt ekki fari mikið fyrir henni í sögubókunum. Ljóð hennar eru líka einstök að því leyti að þau eru persónuleg og veita okkur innsýn í líf skáldsins. Önnur forn ljóð eru ópersónuleg, segja sögur af goðum og hetjum, en í ljóðum Enhedúönnu kynnumst við örvæntingu, trú, ótta og ást konu, sem er um margt ekki ólík okkur sjálfum.  

Ég kynntist Inönnu fyrst í gegnum ástarljóðin og ljóðabálkinn um undirheimaferð hennar, sem á síðari árum hefur reynst konum um allan heim grunnur að nýrri lífssýn og trúarheimspeki. Ástarljóðin eru með fegurstu ljóðum fyrr og síðar, og gefa okkur glögga mynd af óbrenglaðri og hispurslausri afstöðu formæðra okkar og feðra til kynlífs og ásta. Undirheimaferðin er saga um kreppu, um táknrænan dauða og endurfæðingu, um vináttu, traust ... og svik. Sú saga er án efa fyrirmynd sögunnar um dauða og upprisu Krists, sem er 2-3000 árum yngri.

Í gegnum bandaríska Jungistann og skáldið Betty DeShong Meador, kynntist ég svo Enhedúönnu og hreifst engu síður en af gyðjunni hennar. Betty hefur þýtt ljóð Enhedúönnu úr súmersku á ensku, með hjálp súmerskufræðinga. Hún hefur skrifað þrjár bækur um þær stöllur Inönnu og Enhedúönnu, en ég var svo heppin að fá að kynnast henni persónulega, læra af henni og skynja beint í æð töfrana sem búa í þessum ljóðum. Það er von mín að ég geti náð að miðla þó ekki sé nema broti af þeim töfrum á námskeiðunum mínum.

Ég er líka að vinna að  þýðingum á ljóðunum, þar sem ég nýti enskar þýðingar Betty DeShong Meador, Diane Wolkstein og fleiri snillinga.  Sjá drög undir flipanum RITVERK 

Mynd augnabliksins

epli2.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1808
Samtals: 5218067

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning