Heišur - seiš hśn kunni

Heiður - seið hún kunni
Grunnnámskeið um sjamanisma fyrir 21. öldina

birki1_120Seiður eða sjamanismi hefur verið grunnþáttur í daglegu lífi, lífssýn og trú kvenna og karla um allan heim frá örófi alda. Enn er sjamanismi lifandi meðal frumbyggja heimsins, í Ástralíu, Ameríku, Asíu, Afríku og á Norðurhjara Evrópu, meðal Sama. Þörfin fyrir að blása líf í glóðir þessa lífsforms er að vakna meðal íbúa vestrænna iðn- og markaðsríkja, og þá kemur í ljós að það lifir enn í glóðunum.

Á námskeiðinu fræðumst við um þann sjamanisma sem er lifandi í dag og sögu hans í menningu okkar sjálfra og norrænum og keltneskum rótum. Aðaláherslan er þó á verkefni sem tengja okkur við náttúruna, draumferðir, sköpun og umræðu til að blása líf í minni völvunnar eða vitkans sem í okkur býr, vekja seiðinn úr dvala.

Helstu þættir í námskeiðinu eru:

· Sjamanismi og seiður - saga, einkenni og tilgangur: Sjamanismi um víða veröld fyrr og nú, tengsl við okkar norrænu og keltnesku rætur, mikilvægi sjamanisma í heiminum í dag.

· Grunnþættir sjamanisma: Heimarnir þrír, hringurinn og áttirnar - að fá tilfinningu fyrir eðli áttanna, finna sína lífsátt annars vegar og hins vegar að velja átt til að vinna með

· Máttardýr og aðrar hamingjur (fylgjur og innri kennarar) - Farið á fund Máttardýrsins og fleiri vætta í draumferðum (journeying/dreaming), unnið með það í framhaldinu.  

· Mikilvægur þáttur sjamanisma er að tengja efni, anda, tilfinningar og huga. Því munum við vinna í höndunum og skapa, tengjast jörðinni, hljóma og dansa með náttúruöflunum.

Heiður er ýmist nokkurra kvölda námskeið eða helgarnámskeið (ca. 15 - 20 klst eða tveggja til þriggja sólarhringa námskeið) og haldið að hluta eða öllu leyti utan þéttbýlis.

Grunnlesefni fyrir námskeiðið er bókin Singing the Soul Back Home eftir Caitlín Matthews

Mynd augnabliksins

blagresi.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1729
Samtals: 5217988

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning