Gyšjusögur

Örnámskeið um gyðjur veraldarsögunnar

Í gegnum tíðina hefur mannkynið mótað sér myndir af almættinu til að endurspegla náttúruna og það lífsferli sem konur og karlar þessa heims ganga í gegnum, að mestu óháð tíma og rúmi.  

Í árþúsundir hafði almættið mynd konu eða goðkynja veru sem var á stundum blendingur konu og dýrs, stundum var hún stjarna eða jörðin sjálf. Líklegt er að gyðjan hafi í hugum fólksins búið yfir öllum þeim eiginleikum sem lífið spannar, skapandi og eyðandi kröftum, blíðu og hörku. Hún var lífs- og dauðagyðja. Þegar karlveldið reis tóku guðir smám saman völdin, en  hin mótsagnakennda, máttuga gyðja lifði áfram og lifir enn í trúarheimi fólksins. Inanna, Ísis, Aþena, Afródíta, Yemaya, Freyja, Frigg, María og Brighid. Þessar gyðjur og sögur þeirra og myndir eiga erindi við okkur í dag, eins og þær hafa átt erindi við konur og karla um allan heim í árþúsundir. 

Í þessari örnámskeiðaröð um Gyðjuna leiðir Valgerður þátttakendur inn í heim sem er óháður tíma og rúmi,  í gegnum fróðleik í máli og myndum, umræður og hugleiðslur.

Gyðjan mikla í Evrópu hinni fornu - kenningar Mariju Gimbutas

Litháenska fræðikonan Marija Gimbutas, fornleifafræðingur með sérþekkingu á þjóðsögum og kvæðum, kom á samtali fornra  evrópskra sagna og forleifafræðinnar. Hún mótaði nýja fræðigrein, archaeomythology, eða fornleifagoðfræði. Hún kynnir okkur forna menningu Evrópu, þar sem kona og karl eru jafnrétthá, þar sem Gyðjan situr í miðju hringrásar lífsins, þar sem jafnvægi ríkir milli konu, karls og náttúru og þar sem stríð er óþekkt. Þessi fagra heimsmynd hrynur með innrás indóevrópskra þjóðflokka úr norðaustri um 5300 f.kr. Þeirra menning var mjög karllæg og goð þeirra voru á himnum. Fágaðar listir og ritúöl sem tengdust frjósemi og hringrás lífsins, viku fyrir stríði, ofbeldi og ógnum. Kvenlæg menning vék fyrir karllægri. 

Á námskeiðinu munum við skyggnast í fornar íslenskar og erlendar goðsagnir og spegla þær í sögulegum minningum og fornleifafundum, í anda Gimbutas.

Inanna og Enhedúanna - heimsins elstu ljóð

Inanna eða Ishtar, sem kölluð var drottning himins og jarðar, var dýrkuð í Miðausturlöndum, og raun öllum þeim menningarheimi sem hin fornu stórveldi Súmería og Babýlónía höfðu áhrif á, um árþúsunda skeið. 

Hugmyndir um þessa gyðju frá því fyrir 5000 árum eru vel kunnar vegna þess að Súmerar skráðu hugmyndir sínar, trú og tilfinningar í ljóð sem hafa varðveist. Ljóðin sem fjalla um Inönnu eru flest hefðbundin goðsagnakvæði, sem segja sögu goða og kynjavera, og samskipti þeirra við mennska konunga og drottningar. Þau gefa því mynd af menningu þessa tíma og hugmyndum þeirra um þróun mannkyns og eðli æðri máttarvalda. Hins vegar eru ljóð Enhedúönnu, æðstu hofgyðju Súmeríu, rituð um 2300 fyrir Krist. Ljóðin eru mjög persónuleg, segja sögu hofgyðjunnar, ekki síður en gyðjunnar, eru þrungin tilfinningum. 

Á námskeiðinu verður rýnt í rætur trúar okkar og menningar í gegnum ljóðin, gyðjuna og hofgyðjuna, og sú rýni nýtt sem spegill fyrir nútímann, menningu, trú og tilfinningar okkar sjálfra. 

Freyja - vanadís, völva og valkyrja

Gyðjan sem við köllum Freyju á sér langa og flókna sögu.  Snorri segir í sinni Eddu að átrúnaður á Freyju lifi enn á 13.öld, en þó er nokkuð víst að flest sögubrotin og myndirnar  sem varðveist hafa af þessari margbrotnu gyðju séu lituð af kristni og hugmyndum karlveldisins um konur.   

Í MA-ritgerð sinni, The Saga of Vanadís, Völva and Valkyrja - Images of the Divine from the Memory of an Islandic Woman (sem kom út á bók hjá Lambert Academic Publishing í Þýskalandi 2009),  setur Valgerður fram nýja túlkun á sögunum og goðsögnunum, nýtir til samanburðar fornar gyðjusagnir veraldar og gerir grein fyrir þremur  ásjónum Freyju: Vanadísinni, völvunni og valkyrjunni.

Á námskeiðinu verða þessar kenningar kynntar í gegnum sögur af Freyju og þátttakendur fá að spegla sig í sögunum.  

Maríurnar - kvenímyndir í kristni

María hefur ýmis andlit í trúnni, hún er meyjan, hóran, móðirin, lærimeyjan og ástkonan og allt í senn. María mey hefur verið skilgreind af Vatíkaninu sem auðmjúk, trygg, bíðandi. María Magdalena hefur gjarna fengið hlutverk hórunnar í kristnisögunni,  þótt fátæklegar forsendur séu fyrir því. Hverjar voru þessar konur? Hvernig eru þær skilgreindar í Biblíunni, í kirkjudeildum, meðal fræðifólks og almennings? Hvaða hlutverk hafa þær og geta haft í nútímanum? Hvert er samhengi Maríu og formæðra hennar, Mari, Freyju, Ashera, Inönnu, Isisar og Dönu svo nokkrar séu nefndar?

Í frumkristnum handritum, koma fram hugmyndir um konur og kvenleikann í trúnni, sem eru um margt ólíkar þeim hugmyndum sem kirkjan boðar. Þeirra á meðal er Maríuguðspjallið, sem kennt er við Maríu Magdalenu og ljóðabálkurinn Þruman, fullkomin vitund, þar sem guð hefur rödd konu. Á námskeiðinu verður skyggnst í fjársjóði þessara fornu rita og reynt að gefa nýja (forna) mynd af þessum gyðjum kristninnar, mynd sem getur verið hvetjandi fyrir konur 21. aldarinnar

Gyðjusögurnar verða fleiri.. fylgist með. Athugið að flest námskeiðin eru líka í boði í lengri gerð, allt upp í 20 klst helgarnámskeið.

Mynd augnabliksins

1juli06_11.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1639
Samtals: 5217898

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning