Gyšjan

prelausselGyðjan í gegnum aldirnar - samtal goðsagnar, trúar, sögu og veruleika

Goðsagnir, ævintýri og þjóðsögur geyma í sér ótal minni úr sögu mannkyns, oft stílfærð, færð að menningu og þörfum hvers tíma, jafnvel getur verið um að ræða hreinan skáldskap, en öll segja okkur einhverja sögu um minningar og hugmyndir þeirra sem skráðu þær. Sama er að segja um síðari tíma túlkanir. Þeir fræðimenn sem hafa túlkað þessar sagnir á okkar tímum eru undir áhrifum sinnar menningar, félagslegri stöðu, líffræðilegum, huglægum, tilfinningalegum og andlegum þáttum. Engu að síður segja þessar sögur og sagnir okkur að einhverju leyti sögu okkar, gefa hugmyndir um rætur okkar og þá menningu sem við erum sprottin úr. Og þær segja fleiri en eina sögu.

Litháenska fræðikonan Marija Gimbutas, fornleifafræðingur með sérþekkingu á þjóðsögum og kvæðum, kom á samtali fornra evrópskra sagna og forleifafræðinnar. Hún mótaði nýja fræðigrein, archaeomythology, eða fornleifagoðfræði. Hún kynnir okkur forna menningu Evrópu, þar sem kona og karl eru jafnrétthá, þar sem Gyðjan situr í miðju hringrásar lífsins, þar sem jafnvægi ríkir milli konu, karls og náttúru og þar sem stríð er óþekkt. Þessi fagra heimsmynd hrynur með innrás indóevrópskra þjóðflokka úr norðaustri um 5300 f.kr. Þeirra menning var mjög karllæg og goð þeirra voru á himnum. Fágaðar listir og ritúöl sem tengdust frjósemi og hringrás lífsins, viku fyrir stríði, ofbeldi og ógnum. Kvenlæg menning vék fyrir karllægri.

Á námskeiðinu munum við skyggnast í fornar íslenskar og erlendar goðsagnir, þjóðsögur og ævintýri og spegla þær í sögulegum minningum og fornleifafundum, í anda Gimbutas. Þar verður ofið saman fróðleik, samtali, verkefnum og hugleiðslum.

Námskeiðið er 12 klukkustundir

Goðsagnir, ævintýri og þjóðsögur geyma í sér ótal minni úr sögu mannkyns, oft stílfærð, færð að menningu og þörfum hvers tíma, jafnvel getur verið um að ræða hreinan skáldskap, en öll segja okkur einhverja sögu um minningar og hugmyndir þeirra sem skráðu þær. Sama er að segja um síðari tíma túlkanir. Þeir fræðimenn sem hafa túlkað þessar sagnir á okkar tímum eru undir áhrifum sinnar menningar, félagslegri stöðu, líffræðilegum, huglægum, tilfinningalegum og andlegum þáttum. Engu að síður segja þessar sögur og sagnir okkur að einhverju leyti sögu okkar, gefa hugmyndir um rætur okkar og þá menningu sem við erum sprottin úr. Og þær segja fleiri en eina sögu.

Litháenska fræðikonan Marija Gimbutas, fornleifafræðingur með sérþekkingu á þjóðsögum og kvæðum, kom á samtali fornra evrópskra sagna og forleifafræðinnar. Hún mótaði nýja fræðigrein, archaeomythology, eða fornleifagoðfræði. Hún kynnir okkur forna menningu Evrópu, þar sem kona og karl eru jafnrétthá, þar sem Gyðjan situr í miðju hringrásar lífsins, þar sem jafnvægi ríkir milli konu, karls og náttúru og þar sem stríð er óþekkt. Þessi fagra heimsmynd hrynur með innrás indóevrópskra þjóðflokka úr norðaustri um 5300 f.kr. Þeirra menning var mjög karllæg og goð þeirra voru á himnum. Fágaðar listir og ritúöl sem tengdust frjósemi og hringrás lífsins, viku fyrir stríði, ofbeldi og ógnum. Kvenlæg menning vék fyrir karllægri.

Á námskeiðinu munum við skyggnast í fornar íslenskar og erlendar goðsagnir, þjóðsögur og ævintýri og spegla þær í sögulegum minningum og fornleifafundum, í anda Gimbutas. Þar verður ofið saman fróðleik, samtali, verkefnum og hugleiðslum.

Námskeiðið er 12 klukkustundir

Mynd augnabliksins

thorsteinn_og_bergur.jpeg

Heimsóknir

Ķ dag: 6109
Samtals: 5388687

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning