Drottning almęttisins

 

NIN-ME-SÁR-RA

Drottning almættisins - Upphafning Inönnu

Þýðing VHB á enskri túlkun/þýðingu Betty DeShong Meador úr súmerskunni, á ljóði Enhedúönnu, ca. 2300 f.kr.

Drottning almættisins                                                                      

blæjulaus skínandi birta

óbrigðul kona íklædd skini

elskuð á himni og jörðu

(óskeikul kona skini klædd

kærust á himni og jörðu)

 

útvalin, helguð á himni

Þú

mikilfengleg í skrúða þínum

krýnd ástkærri gæsku þinni

réttmæt æðst hofgyðja

 

hendur þínar grípa máttaröflin sjö

            frumkraftanna drottning

            vörður alheimsuppsprettunnar

 

þú lyftir frumefnunum upp

bindur þau í hendi þér

safnar saman máttaröflunum

þrýstir þeim að brjósti þér

 

grimmi dreki þú spúir

eitri sem gegnsýrir landið

eins og stormguðinn ýlfrarðu

kornið visnar á jörðinni

 

beljandi flóð brýst niður fjallið

ÞÚ ERT INANNA

ÆÐST Á HIMNI OG JÖRÐU

 

sitjandi á dýri

ríður þú út Freyja

spúir eldtungum yfir landið

örlagaorð þitt magnað

með skipun Ans

 

hver getur skilið dýpt þína

þú frú hinna helgustu athafna

Þú

Enlils ástkæra

feykir stormum yfir landið

þú stendur samkvæmt skipun Ans

 

Frú mín

öskrandi rödd þín

klýfur fjarlæg lönd

Þú

ógnandi sunnanvindur

blæst upp heitan storm

fólkið fellur     þreytt og þögult

horfist í augu við ógnir valdsins helga

kyrjandi útfararsálm

mæta þau þér á vegamótum

í húsi andvarpanna

 

í bardagabroddi

brotnar allt sem fyrir þér verður

hrafntinnublaðið útrýmir

Frú mín

með armsafli þínu einu

 

holskurðar stormnaut, þú grefur út

rymjandi rokóp, þú þrumar

þú baular með guði stormsins

þú stynur með illum vindum

fætur þínir lýjast aldrei

 

þú syngur um sorg

leikur á harmsins hörpu

 

frammi fyrir þér drottning mín

flýja Annunnan

öll hin fræknu goð

flýja á brott í rústirnar

flögra um sem leðurblökur

fölna undan brennandi glotti þínu

leita skjóls frá skömmum þínum

 

þitt reiða hjarta

hver getur mildað það

að kæla þitt hatramma hjarta er

hættusamt um of

 

Drottningin ein léttir á líðan sinni

Drottningin ein gleður sitt eigið hjarta

Hún vill ekki sefa reiði sína

Ó djarfa dóttir Suen

 

Drottning

fræknari en fjallið

hver þorir að lyfta nefi-nuddað-við-jörðu

þegar fjallið hættir að nudda nefinu

þá bölvarðu korni þess

            breyðir ösku við borgarhliðið

            fyllir blóði fljótin

            fólkið fær ekki að drekka

það færir þér fanga

herinn tvístrast

sterkir ungir menn

fylgja þér af frjálsum vilja

 

rokið rýkur upp í háloftunum

rekur til þín ungmennin

fönguð bundin í reipi

 

við borgina sem viðurkennir ekki

"þetta land er þitt"

sem segir ekki

"það tilheyrir föður þínum"

mælirðu eitt heilagt orð

og víkur henni úr vegi þínum

 

þú yfirgefur helgan stall

konan mælir ekki lengur ljúflega við mann sinn

opnar ekki fyrir

hjartans sæta hvísl

 

himinlifandi villta kýr

elsta dóttir Suen

drottning dýrari An

hver leyfir sér að sleppa lofinu

 

meistari allsherjarskipulagsins

göfga drottning drottninganna

barn hins helga kviðar

meiri en móðirin sem bar þig

þú alvísa

þú spádómsviska

Frú allra landa

lífgjafi fjöldans

trygga gyðja

valdsins verðug

lofsöngur þinn upphefur

 

***

 

sannlega þín vegna

sendirðu mig

að mínum helgu véum

 

 

Ég

æðsta hofgyðja

Ég

Enhedúanna

þar lyfti ég helgri körfunni

þar lét ég gleðiópið hljóma

 

en þessi maður henti mér út til hinna dauðu

ég fæ ekki að koma í herbergin mín

rökkur leggst yfir daginn

birtan verður blýþung

skuggar læðast að

ógnandi sunnanrok byrgir sólina

hann þurrkar af hrákablautri hönd sinni

á hunangsblíðum munni mínum

fögur ímynd mín

fölnar undir ryki

 

hvert stefna örlög mín

Ó Suen

hvað er með þennan Lugalanne

 

talaðu við An

hann frelsar mig

segðu honum að NÚNA

verð'ann að veita mér frelsi

 

Konan mun kremja örlög hans

þessa Lugalanne

fjöllin og fljótin mestu

leggjast við fætur hennar

 

Konan er eins voldug og hann

Hún mun brjóta borgina úr höndum hans

(megi hjarta hennar mildast gagnvart mér)

 

stattu þarna

Ég

Enhedúanna - Gersemi An

Lof mér að flytja þér bæn

            (flóandi tár

            frískandi drykkur fyrir Inönnu)

 

Ég heilsa henni

silim[2]

heill þér

ég segi

ég sefa ekki lengur Ashimbabbar

 

allar hreinsandi athafnir

hin helga Ans

skrumskældar af þessum manni

 

 

hann rændi musteri Ans

            hann hræðist ekki Mikla manninn An

öflugur musteriskrafturinn

fullnægir honum ekki

hann skemmdi skraut þess

í sannleika eyðilagði hann það

 

eltu hann

með draugskrafti

þeirrar sem þú valdir sem maka

 

Ó, guðdómlega upphafna villikýrin mín

rektu þennan mann út

eltu hann uppi

náð'onum

 

Ég

hver er ég

á þeim stað sem viðheldur

lykilþáttum lífsins

 

megi An yfirgefa þessa uppreisnarmenn

sem hata þinn ástkæra Nanna

megi An brjóta niður þessa borg

megi Enlil leggja bölvun á hana

megi móðirin ekki hugga

grátandi barn sitt

 

Drottning

skapari hjartans huggunar

þessi maður braut niður

harmabátinn þinn

á fjarlægu hafi

 

Ég er deyjandi

og verð að syngja

þennan helga söng

Ég

jafnvel ég

Nanna virðir nauð mína að vettugi

á ég að verða sigruð með svikum

Ég

jafnvel ég

Ashimbabbar

vanrækir mál mitt

hvort hann vanrækir mig

eður ei

hverju skiptir það

þessi maður henti mér út úr hofi mínu

ég sem þjónaði með glæsibrag

 

hann rak mig á flótta

eins og svölur sviptar

hreiðurholum í vegg

 

hann étur upp lífskraftinn minn

ég reika um milli þyrnirunna fjallanna

hann rændi mig

sannri kórónu

æðstu hofgyðjunnar

 

hann rétti mér

helgirýting limlestingarinnar

sagði:

"hann hæfir þér"

 

dýrlega drottning

elskuð af An

endurtendraðu mér til handa

heilagt hjarta þitt

 

ástkær eiginkona himnadrekans

Ushumgalanna[3]

Mikla Freyja

sem umfaðmar tré himins

frá stofni til krónu

öll Annunnan

setja plóginn um hálsinn fyrir þig

 

Þú

sem fæddist minniháttar drottning

sjá hversu mögnuð þú ert orðin

meiri en Annunnan

meiri en Guðirnir miklu

 

Annunnan

leggur nefið að jörðu fyrir þig

þessi maður hefur ekki sæst við mig

hendir hatrömmum dómi

í andlit mér

 

 

ég lyfti ekki lengur höndum mínum

af hreinu og helgu rúminu

ég rek ekki lengur

þræði draumagjafa Ningal

fyrir nokkra sálu

 

 

Ég

glæstasta hofgyðja Nanna

kældu hjarta þitt gagnvart mér

drottning mín

Ans ástkæra

 

KUNNGJÖRÐ!

KUNNGJÖRÐ!

ég mun ekki

syngja Nanna lofgjörð

þig mun ég

LOFGERA

 

Að þú er upphafin sem An

KUNNGJÖRT!

 

Að þú ert víðfeðm sem jörðin

KUNNGJÖRT!

 

Að þú kremur uppreisnarheri

KUNNGJÖRT!

 

Að þú öskrar yfir landið

KUNNGJÖRT!

 

Að þú brýtur hausa

KUNNGJÖRT!

 

Að þú hámar í þig lík sem hundur

KUNNGJÖRT!

 

Að auglit þitt brennur af reiði

KUNNGJÖRT!

 

Að þú sérð um víða veröld

KUNNGJÖRT!

 

Að augu þín blossa eins og gimsteinar

KUNNGJÖRT!

 

Að þú ert stöð og storkar

KUNNGJÖRT!

 

Að þú stendur uppi sem sigurvegari

KUNNGJÖRT!

 

ég hef ekki sagt þetta um Nanna

ég hef kunngert þetta um ÞIG

orð mín dásama ÞIG

            sem ein ert upphafin

 

drottning mín

Ans ástkæra

 

ég er að fjalla

um ofsafengna heift  þína

 

***

 

ég hef mokað kolum í glóðarkerið

ég hef þvegið mér í helgri lauginni

ég hef tilreytt herbergi þitt

í Gistihúsinu[4]  

(megi hjarta þitt kælast gagnvart mér)

þjáð af stingandi sársauka

fæddi ég af mér þennan óð

handa þér drottning mín

 

það sem ég sagði þér í skjóli nætur

skal söngvarinn endursyngja á hádegi

 

barn þitt          ég er fangin

brúður þín       ég er fangin

það er mín vegna sem reiði þín rýkur

hjarta þitt finnur enga ró

 

***

 

hæstvirt Drottingin

verndari krúnusalarins

tekur við bæn hennar

 

hið helga hjarta Inönnu

snýr aftur til hennar

 

dagurinn er henni góður

hún skrýðir sig

konuskrauti

 

 

hún skín af birtu fegurðar

eins og ljós hins rísandi mána

Nanna lyftir henni

í sæmandi sviðsljósið

 

þegar bæn Ningal berst til eyrna

opnast borgarhliðið

Heil!

Komdu Sæl!

 

***

þetta ljóð

mælt fram fyrir hina helgu Konu

er upphafið

lof sé þeirri sem lagði fjallið flatt

lof sé Henni sem

            (með An)

tók við hinum óbreytanlegu öflum

lof sé Frú minni sveipaðri fegurð

LOF SÉ INÖNNU

 

 

 [1] Í enskum þýðingum úr súmersku hefur ljóðinu verið gefið nafnið Exaltation of Inanna (Upphafning Inönnu), en upphaflega heiti þess er NIN-ME-SÁR-RA, sem útleggst Drottning almættisins

[2] Sama orðið og shalom (hebreska) sem þýðir í raun "vertu sæl/sæll" - etv. Sama rót (silim - sæl)

[3] annað nafn Dumuzi

[4] Ég vel að þýða Tavern sem Gistihúsið (en ekki Kráin) Þarna er fjallað um samastað hóranna, þar sem þær tóku á móti elskhugum sínum

Mynd augnabliksins

skogar-vetur.jpeg

Heimsóknir

Ķ dag: 1697
Samtals: 5217956

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning