Draumar - aušur svefnsins

Námskeiðið fjallar um hlutverk og eðli drauma og hvernig vinna má með eigin drauma og annarra. Kynntar verða ýmsar kenningar um eðli og hlutverk drauma, og hvernig nýta má þennan auð svefnsins til aukinnar sjálfsþekkingar, lífsfyllingar og þroska.

Okkur dreymir öll, við munum það hins vegar ekki alltaf. Fullorðna manneskju dreymir u.þ.b. 60-80% þess tíma sem hún sefur, en draumarnir eru misskýrir og misauðvelt að muna þá eftir því á hvaða stigi svefnsins þeir eiga sér stað. Hægt er að þróa leiðir til að muna drauma og læra að skilja þá. Við erum alltaf sjálf mestu sérfræðingarnir um okkar eigin drauma, en oft getur verið gott að fá speglun frá öðrum.

4 klst námskeið

Kynning á draumafræðum og draumavinnu. Farið yfir nokkrar kenningar um drauma, hlutverk þeirra og eðli og unnið úr einum til tveimur draumum til að gefa hugmynd um draumavinnu.

15 klst námskeið

Á námskeiðinu verður unnið í hópum og pörum, og kynntar nokkrar aðferðir sem geta nýst vel til að rifja upp og skoða drauma. Skoðað verður samhengi goðsagna og drauma, rýnt í táknmál draumanna og kenningar um drauma allt frá frumbyggjum Ástralíu til arftaka Jung. Þátttakendur verða virkir í að þróa námskeiðið og velja úr ýmsum þeim aðferðum sem þekktar eru til að kanna þetta ótakmarkaða og ævintýralega land svefnsins.

Mynd augnabliksins

stofan_orgel.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 6094
Samtals: 5388672

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning