Draumanįmskeiš

Vanadís býður upp á ýmis konar námskeið og ráðgjöf um drauma. Okkur dreymir öll í hvert sinn sem við sofum, þótt misjafnt sé hversu vel við  munum draumana. Það má auðga vökuna umtalsvert með því að nýta auðinn sem draumarnir gefa.

Gott getur verið að byrja á fjögurra tíma kynningarnámskeiði, þar sem fjallað er stutt um hlutverk og eðli drauma, ólíkar draumkenningar og hvernig vinna má með eigin drauma.

Svo eru lengri námskeið, 15 klst námskeið þar sem hópurinn hittist einu sinni í viku í fimm vikur og unnið er markvisst með drauma þátttakenda, þannig að nokkur færni skapast í draumavinnu.

Þá eru námskeið utan þéttbýlis þar sem hópurinn er saman í tvo til fjóra daga, og unnið er á skapandi hátt með þá drauma sem næturnar gefa eða gamla og áleitna drauma. 

Draumanámskeiðin geta nýst fyrir alla aldurshópa, og jafnt fyrir þau sem haldið hafa draumadagbók alla ævi, sem það fólk sem man ekki draumana sína. Þó er mælt með að þau sem sækja námskeiðið Skapandi draumar hafi einhverja þjálfun og þekkingu til að byggja á.

Námskeiðin eru sérstaklega gagnleg fyrir pör og hópa sem vilja efla og bæta samskipti sín og auðga hið daglega líf. Þau geta líka verið gagnleg fyrir foreldra og aðra, sem vilja geta aðstoðað börn við að nýta draumana sína.

chalice1litil_640

Mynd augnabliksins

abbey1.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1654
Samtals: 5217913

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning