Avalon

Avalon - töfrar úr keltneskum arfi

chalice2Chalice Wells - lindin í Avalon þar sem blóð gyðjunnar og Krists rennur saman

Þokueyjan Avalon er staður töfra í keltneskum heimi, heimkynni Gyðjunnar. Þar eiga Artúr konungur, Morgan leFay, Gyðja vatnanna og Merlin rætur og þangað snúa þau þegar þau yfirgefa þessa veröld. Frá Avalon - eyju eplanna og eilífs lífs liggur mikilvægur þráður til Íslands, því goðaheimar okkar, þjóðtrú og sjálfsmyndir í gegnum tíðina eiga sér ekki síður rætur í siðum Kelta en Norrænna landnámskvenna og -karla.

Í þessum heimi, hérna megin töfraþokunnar heitir Avalon Glastonbury og þar segir sagan að Jósef frá Arimaþeu hafi reist fyrstu kristnu kirkjuna og Maríukapelluna. Sumir segja reyndar að Jesús Jústus sonur Krists og Magðalenu hafi reist kapelluna til minningar um móður sína.

Hvað sem því líður hafa rætur Gyðjunnar og Kristni verið spunnar saman í Avalon / Glastonbury í 2000 ár og eru enn.

Auður djúpúðga, landnámskona, drottning í Dyflinni, höfðingi í Dölunum og formóðir okkar er stundum kölluð fyrsta kristna konan hérlendis. Auður tók sína kristnu trú í keltneskri menningu, í Skotlandi og Írlandi. Þar var og er Gyðjan, María / Brigit þungamiðja trúarinnar og Álfheimar okkar, álfkonan og álfaseiður eiga sér samsvörun í þessum sömu rótum.

Við munum rýna í þessar rætur, dreypa á töfrunum og kynnast Gyðjunni úr okkar keltneska arfi.

Námskeiðið er 12 tíma kvöldnámskeið  byggt upp á stuttum fyrirlestrum/fræðslu sem fylgt er eftir með verkefnum, hugleiðslum og umræðu. Gert er ráð fyrir mikilli virkni þátttakenda í umræðunni.

Mynd augnabliksins

grailmaiden.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 6128
Samtals: 5388706

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning