Ólķk andlit Gyšjunnar

Ólík andlit gyðjunnar – speglar og spár

rosetteÍ gegnum tíðina hefur mannkynið mótað sér myndir af almættinu til að endurspegla náttúruna og það lífsferli sem konur og karlar þessa heims ganga í gegnum, að mestu óháð tíma og stað. Ísis og Ósíris í Egyptalandi, Inanna og Dumuzi í Súmeríu, Freyja og Óður/Óðinn á Norðurlöndum endurspegla annars vegar árstíðir, himintungl og frumkrafta og hins vegar eiginleika kvenna og karla, samskipti kynjanna, tilfinningar og togstreitu, sem er til staðar í lífi hverrar manneskju og hvers samfélags óháð tíma. Sömu sögur hafa orðið til með örlitlum tilbrigðum um allan heim til að lýsa mætti ástarinnar, tengslum móður og barns, innri kreppum og átökum milli einstaklinga, hópa og þjóða. Þessar sögur geta nýst okkur jafnvel á Íslandi í dag eins og þær hafa nýst konum og körlum í árþúsundir um allan heim, sem speglar og spár, dæmisögur til að læra af, til að skilja betur okkur sjálf og annað fólk.

Í árþúsundir hafði almættið mynd konu, eða goðkynja veru sem var á stundum blendingur konu og dýrs, stundum var hún í senn kona og himintungl. Líklegt er að gyðjan hafi í hugum fólksins búið yfir öllum þeim eiginleikum sem lífið spannar, skapandi og eyðandi kröftum, blíðu og hörku. Hún var lífs- og dauðagyðja. Í upphafi ritaldar hafði þetta margþætta afl tekið á sig ýmsar myndir karl- og kvengoða auk annarra mynda úr náttúrunni. Þegar karlveldið reis í Evrópu (frá ca. 5500 –1500 f.kr.) tóku guðir smám saman völdin, en hin mótsagnakennda, máttuga gyðja lifði þó lengi í trúarheimi fólksins, jafnvel sem hluti af kristni, þar sem Maríurnar tóku við hlutverki gyðjunnar og hér á landi má segja að álfkonan og tröllkonan búi enn þann dag í dag yfir flestum þeim eiginleikum sem einkenna gyðjuna miklu.

Við nýtum þessar myndir og sögur til að spegla okkur og spá í lífsins lærdóma í gegnum spjall, hugleiðslur, draumavinnu og skapandi tjáningu.

Námskeiðið er 20 tímar eða tveir sólarhringar (helgarnámskeið)

Mynd augnabliksins

9.8.2006_10-22-58_0038.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 6127
Samtals: 5388705

Dagatal

« Mars 2019 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning