Fréttir

Shamanismi - Reykjavķk

Seiður og sagnir - shamanismi í íslenskum rótum

Reykjavík   

Laugard 25. feb, kl. 10 - 18 og sunnud 26. feb kl. 10 - 15

Ath breyttan tíma

 

Valgerður H. Bjarnadóttir

Shamanismi er samheiti yfir þá lífssýn sem er grunnur trúarbragða, heimspeki, dulspeki, náttúrufræði, lista og lækninga um víða veröld og sem lifir enn á ýmsan hátt meðal frumbyggja þessa heims.  Shamanismi er einnig notað sem heiti yfir þá list að skapa, viðhalda og endurnýja jafnvægi í lífsvefnum öllum, list sem seiðkonur og - karlar hafa á valdi sínu.  Heimurinn hefur líklega aldrei haft eins mikla þörf fyrir þessa lífsnálgun eins og nú, þegar ójafnvægið eykst með hverjum deginum, og því er vaxandi áhugi víða um heim fyrir shamanisma og shamanískri lífssýn. 

Í okkar norrænu rótum býr seiðurinn sem völvurnar höfðu tökin á, og í keltneskum rótum okkar býr drúídisminn. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig shamanismi var stundaður meðal formæðra okkar og -feðra, en við getum sótt þekkingu í ýmis minni, sem lifað hafa í Völuspá, Hyndluljóði, Baldurs draumum og fleiri goðsögnum, þjóðsögum og ævintýrum. 

Á námskeiðinu tengjum við þennan arf við þá lífssýn og ástundun sem enn er lifandi meðal frumbyggja heimsins. Við lærum að tileinka okkur aðferðir sem nýtast í daglegu lífi á 21. öldinni, nýtum drauma, draumferðir, máttardýr og tengslin við náttúruna til að koma á jafnvægi í eigin lífi og leggja þannig okkar lóð í átt til jafnvægis á vogarskálar heimsins.

Valgerður er félagsráðgjafi með BA í heildrænum fræðum (áhersla á draumavinnu) og MA í trúarheimspeki og menningarsögu kvenna. Hún hefur lagt stund á shamanisma undir handleiðslu Caitlín Matthews og Lynn V. Andrews og sótt ýmis námskeið í þeim fræðum hjá Carlos Castaneda, Robert Moss, Bíret Marit Kallío o.fl. 

Námskeiðið er 13 klukkustundir og verður haldið í Reykjavík og í villtri náttúru höfuðborgarinnar - nánar um staðsetningu við skráningu

Verð kr. 20.000.- 
Skráning og nánari upplýsingar:
vanadis@vanadis.is og í síma 895 3319


Skráningarfrestur er til og með 19. febrúar  - Skráningargjald kr. 5.000Mynd augnabliksins

blabervis.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 4102
Samtals: 4281363

Dagatal

« Júní 2018 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning