Fréttir

Saga Gyšjunnar

Saga Gyðjunnar - frá Miklugyðju til mín ... líka í Reykjavík 

Vetrarnám í gyðjufræðum fyrir konur

Valgerður H. Bjarnadóttir

Staðsetning:  Reykjavík og nágrenni

10. nóvember 2017 til 3. júní 2018

Í þessu námi verður sjónum beint að þætti kvenna og hins kvenlæga í mótun trúar og menningar og þar með sjálfsmyndar okkar. Við munum læra um sjálfar okkur og þær meðvituðu og ómeðvituðu hugmyndir sem móta okkur. Við lærum um gyðjumenningu fyrri tíma, mæðrasamfélög fyrr og nú, og  ótal myndbirtingar Gyðjunnar í gegnum árþúsundin, 

allt til okkar daga, og ekki síst um upprisu hennar á síðustu árum.  Við munum að sjálfsögðu einnig fjalla um konur sem hafa átt ríkan þátt í að móta hugmyndir og menningu í gegnum tíðina, allt frá Súmeríu fornaldar til okkar tíma. Við munum skoða gyðjur allra heimshluta en höfuðáherslan verður á þá menningu sem þróaðist frá Evrópu, Mesópótamíu og Egyptalandi og sem rætur okkar flestra teygja sig til. 

Námið er byggt upp með sögum af gyðjum og gyðjumenningu, konum og kvennamenningu, tengslum við náttúruna og ævintýrin hið ytra og innra, skapandi verkefnum og umræðum, samtali og samvinnu.

Leiðbeinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir.  Valgerður er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á gyðjutrú. Hún hefur árum saman fjallað um sjálfsþekkingu, gyðjumenningu, drauma, ævintýri og shamanisma, í ræðu og riti, og á námskeiðum, auk ýmissa annarra starfa.

 

Skráning á sérstökum eyðublöðum, ekki síðar en 30. október n.k. 

Skráning, umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á vanadis@vanadis.isMynd augnabliksins

vaglaskogur_budin.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 122
Samtals: 4600654

Dagatal

« September 2018 »
SMÞMFFL
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning