Fréttir

Nįmskeiš ķ shamanisma

Dalaseiður og draumar

– námskeið í shamanisma

 

Föstudag 27. okt kl. 18 – 22 og laugardag 28. okt kl. 10 til 22

Valgerður H. Bjarnadóttir

Þetta námskeið um shamanisma og drauma er hugsað fyrir þau sem hafa einhvern grunn í shamanískum fræðum og vilja styrkja draumþáttinn. Við vinnum með draumferðir og kynnumst ýmsum leiðum til að nýta drauma svefnsins í shamanískri lífsnálgun.  

Shamanismi er samheiti yfir þá lífssýn sem er grunnur trúarbragða, heimspeki, dulspeki, náttúrufræði, lista og lækninga um víða veröld og sem lifir enn meðal frumbyggja þessa heims.  Hin forna list Vananna, sem kölluð var seiður er ein tegund shamanisma.  Shamanismi er einnig notað sem heiti yfir þá list að skapa, viðhalda og endurnýja jafnvægi í lífsvefnum öllum, list sem seiðkonur og - karlar hafa á valdi sínu.  Þótt við verðum ekki öll seiðkonur og -karlar, þá getum við tileinkað okkur þá lífsnálgun sem shamanisminn byggir á. Heimurinn hefur líklega aldrei haft eins mikla þörf fyrir það eins og nú, þegar ójafnvægið eykst með hverjum deginum, og því er vaxandi áhugi almennings víða um heim fyrir þessari lífsnálgun.

Draumvitundin er mikilvægur þáttur í allri shamanískri ástundun, það er í gegnum hana sem við tengjumst bæði okkar innri viskubrunni og hinum ýmsu víddum sem vökuvitundin hefur ekki aðgang að.  Náttúrutengsl eru mikilvæg draumvitundinni og á þessu námskeiði nýtum við náttúruauðinn í Fnjóskadal til að ná betri tengslum við draumsins auð.

Valgerður er félagsráðgjafi með BA í heildrænum fræðum (áhersla á draumavinnu) og MA í trúarheimspeki og menningarsögu kvenna. Hún hefur lagt stund á shamanisma undir handleiðslu Caitlín Matthews og Lynn V. Andrews og sótt ýmis námskeið í þeim fræðum hjá Carlos Castaneda, Robert Moss, Bíret Marit Kallío o.fl. 

Námskeiðið er 16 klukkustundir og verður haldið í Fnjóskadal, nánari upplýsingar við skráningu.

Ef þú kemur langt að og þarft gistingu þessar nætur er mikilvægt að vita af því sem allra first.

Verð kr. 25.000.- 


Skráning og nánari upplýsingar: vanadis@vanadis.is og í síma 895 3319


Skráningarfrestur er til og með 20. október  - Skráningargjald kr. 5.000

 Mynd augnabliksins

chalice1litil.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1711
Samtals: 5217970

Dagatal

« Janúar 2019 »
SMÞMFFL
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning