Fréttir

Lķfsvefurinn Noršurlandi

Kóngulóarkonan: Susan Seddon Boulet
Kóngulóarkonan: Susan Seddon Boulet

Lífsvefurinn – sjálfsþekkingarnám fyrir konur 

Skógum Fnjóskadal, 13. febrúar til 13. mars 2017  

Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi

Lífsvefurinn er námskeið fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa hinn margþætta vef lífsins á markvissan hátt í einkalífi og starfi.   Veröldin verður sífellt flóknari og getur á stundum orðið erfitt að muna hverjar við erum í dagsins önn. Hvað við viljum, hvað skiptir raunverulegu máli, hvernig við ræktum tengslin við sjálfar okkur og ástvini okkar, en náum um leið að þroska okkur og sinna ábyrgð út á við. Hvernig nærum við hugann og hjartað, efnið og andann, svo úr verði sterk heild?  

Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: sjálfsþekking, sjálfsmynd, sjálfsstyrkur og samskipti; saga, hlutverk og staða kvenna; heilsa kvenna, tilfinningar og draumar; áhugasvið, lífsferill, lífstilgangur, markmið, möguleikar og ytri og innri hindranir.  

Markmiðin eru m.a. að: læra að þekkja og virða sjálfa sig; læra að greina og vinna úr því sem er erfitt og setja sér raunhæf markmið;  læra leiðir til skapandi samskipta;  styrkja jákvæða sjálfsmynd sína;  og þekkja sögu sína, lífsgildi og að nýta betur hæfni og færni  í lífi og starfi.

 

Áhersla er lögð á að kynna þátttakendum skapandi lífssýn og ekki síst nýja sýn á sjálfar sig og tengsl sín við rætur, núverandi umhverfi og framtíð. Í gegnum fræðslu, samtal, verkefnavinnu, slökun og hugarferðir, opnast gluggar sem veita skilning á stöðu hverrar einstakrar konu og útsýni til nýrra möguleika í lífi og störfum, tengslun og þroska. Þessi þekking verður að uppistöðu sem þátttakendur nýta til að vefa ný munstur í sinn lífsvef, skapa sér gefandi farveg í einkalífi og starfi.   

Námskeiðið  er skipulagt þannig að hópurinn hittist eitt mánudagskvöld í viku, frá 13. febrúar til 13. mars, tvær og hálfa klst í senn, og svo einn langan laugardag, 4. mars. 

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum (Integral Studies) með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú. Hún hefur starfað að málefnum kvenna, kennslu og ráðgjöf í áratugi og hefur fjölþætta reynslu að baki. 

 

Námskeiðið er 24 klst, 6 skipti og er haldið í Gamla barnaskólanum í Skógum Fnjóskadal. 

Skráning á vanadis@vanadis.is fyrir 10. febrúar  - Skráningargjald kr. 10.000.-

Verð kr. 35.000.- 

Ath. að mörg stéttarfélög og atvinnurekendur styrkja námskeið af þessu tagi. Mynd augnabliksins

indridi_thorsteins_skogum.jpeg

Heimsóknir

Ķ dag: 4095
Samtals: 4281356

Dagatal

« Júní 2018 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning