Fréttir

Lķfsvefurinn - Akureyri

Lífsvefurinn

sjálfsþekkingarnámskeið fyrir konur

Þriðjudaga 6. febrúar til 27. mars, kl. 9 - 12 - alls 8 skipti, 24 klst 

Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi 

Námskeiðið er haldið í húsnæði Vanadísar
Hvannavöllum 14, 3.hæð - Akureyri 

Lífsvefurinn er nám fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur, styrkja sjálfsmynd sína og ná að vefa lífsins þræði á markvissan hátt í einkalífi og starfi. Lögð er áhersla á að skoða áhugasvið, hæfileika, þekkingu og reynslu sem kemur að gagni og eykur gleði í lífinu í heild. 

Helstu efnisþættir: 
sjálfsmynd og samskipti
lífsheildin, lífshringurinn og tengslin í lífinu
saga, hlutverk og staða kvenna 
heilsa, tilfinningar og draumar
áhugasvið, markmið, möguleikar og hindranir. 

Markmiðin eru m.a. að: 
læra að þekkja og virða sjálfa sig; 
styrkja sjálfsmyndina og þjálfa leiðir til skapandi og traustra tengsla og samskipta; 
læra að greina hindranir, ytri og innri, yfirstíga þær og setja sér raunhæf markmið; 
þekkja sögu sína, lífsgildi og lífstilgang

Nýtt er heildræn, kvenlæg nálgun og hringurinn nýttur sem grunnform til að skoða ólíka þætti lífsins og tilverunnar. 

Lífsvefurinn hóf göngu sína árið 1992 og hafa um 2000 konur sótt námskeiðið víða um land og lönd. 

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu. Hún hefur starfað að málefnum kvenna, kennslu og ráðgjöf í áratugi og hefur fjölþætta reynslu að baki. 

Skráning fyrir 2. febrúar á vanadis@vanadis.is og þar er einnig hægt að nálgast nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag. Sjá einnig https://www.facebook.com/events/775111852674556/

Í þetta sinn er Lífsvefurinn haldinn í samvinnu við VIRK - starfsendurhæfing, en er opið öllum konum sem áhuga hafa á meðan laus eru pláss.


Mynd augnabliksins

abbey1.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 6116
Samtals: 5388694

Dagatal

« Mars 2019 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning