Fréttir

Kvennasögur Akureyri

Marija Gimbutas
Marija Gimbutas

Marija Gimbutas  
Valgerður H. Bjarnadóttir, MA í trúarheimspeki og menningarsögu 

Kvennasögur Vanadísar eru eins konar framhald Gyðjusagna undanfarinna ára. Þar verða kynntar til sögunnar ýmsar konur sem hafa haft áhrif á veraldarsöguna, í stóru og smáu, og sem kalla á athygli. Ég mun byrja á að kynna þær konur sem hafa hrifið mig mest, frá barnæsku til dagsins í dag. Þeirra á meðal eru systurnar Auður djúpúðga og Þórunn hyrna og sögupersónur eins og Áslaug Sigurðar- og Brynhildardóttir, sem var hugsanlega eitt sinn lifandi veruleiki, hugsanlega ekki. 


En við hefjum leikinn með því að kynna til sögunnar litháensku fræðikonuna og brautryðjandann Mariju Gimbutas, sem setti fram kenninguna um Gyðjumenningu fornaldar í Evrópu. 

Við horfum á heimildamynd um Gimbutas og kenningar hennar og ræðum svo um sögu hennar og sögu konunnar. 

Gimbutas og kenningar hennar gáfu femínistum í lok síðustu aldar fyrirmynd eða hugmynd sem var mikilvægt mótvægi við karlveldið sem við tökumst á við.  Hún er ekki síður mikilvæg í dag, en þá, þegar við nú rísum upp úr útlegðinni í Undirheimum og viljum endurheimta okkar stöðu sem jafnvirtar körlum.

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú. Hún rekur starfsemina Vanadís - rætur okkar, draumar og auður. 

 

Staðsetning: Húsnæði Vanadísar, Hvannavöllum 14, 3.hæð.

Skráning á vanadis@vanadis.is 


Verð kr. 5.000.- hvert kvöld
 

Skráning og upplýsingar á www.vanadis.is eða vanadis@vanadis.is


Fylgstu líka með okkur á Facebook á 
www.facebook.com/Vanadisin
 

 Mynd augnabliksins

blagresi.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 6085
Samtals: 5388663

Dagatal

« Febrúar 2019 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning