Fréttir

Kvennasögur - Gyšjusögur Reykjavķk

Gyðjusögur Reykjavík, 7. desember 2017, kl. 19 til 22

Maríurnar - meyjan, móðirin og hin elskaða

Valgerður H. Bjarnadóttir

Í þessari örnámskeiðaröð um Gyðjuna og trúarsögu kvenna leiðir Valgerður þátttakendur inn í heim sem er óháður tíma og rúmi, í gegnum fróðleik, spjall og hugleiðslur. 

Í tilefni aðventunnar fjöllum við nú um Maríurnar, meyjuna, móðurina og þá sem kölluð var Magdalena. Þessar tvær eru kristna útgáfan af Gyðjunni miklu, þær skipta með sér verkum, en eru þó margþættar, hvor um sig. 

María móðir Jesú tók við hlutverki móðurgyðjunnar, en einnig meyjunnar eilífu, og Magdalena tók við hlutverki ástargyðjunnar og þó ekki síður viskugyðjunnar, en þær tvær tengjast gjarna dauða og upprisu í fjölgyðistrú. 

María Magdalena hefur verið kölluð postuli postulanna, því hún var sú fyrsta sem boðaði fagnaðarerindið. Hún kann að hafa verið boðberi kristni sem er á margan hátt ólík þeirri kristni sem við þekkjum í dag. 

Við ræðum um þessar helgu konur eða goðkynja verur, leitum í ýmsa ólíka brunna og ekki síst þau rit sem ekki fengu inni í biblíunni. Þar á meðal er Maríuguðspjallið, sem segir frá samtali Magdalenu og lærisveinanna, eftir dauða Krists. 


Valgerður H. Bjarnadóttir er með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú. Hún er höfundur bókarinnar The Saga of Vanadís, Völva and
Valkyrja. 

Gyðjusögur eru frá kl. 19 – 22   -
Verð kr. 5000.-

Staðsetning: Miðsvæðis í Reykjavík .. nánar við skráningu. 


Skráning og upplýsingar hér á síðunni eða vanadis@vanadis.is


Fylgstu líka með okkur á Facebook á 
www.facebook.com/Vanadisin 

 

Sími: 895 3319Mynd augnabliksins

ungavalka.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 944
Samtals: 4690146

Dagatal

« Október 2018 »
SMÞMFFL
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning