Fréttir

Gyšjusögur Akureyri

Inanna - drottning himins og jarðar

 Inanna eða Ishtar, sem kölluð var drottning himins og jarðar, þróaðist á tímum súmerska veldisins í Mesópótamíu úr ungri frjósemisgyðju, yfir í að vera eitt æðsta goð Súmera og Semíta. Hún var dýrkuð í Miðausturlöndum, og raun öllum þeim menningarheimi sem hin fornu stórveldi Súmería og Babýlónía höfðu áhrif á, um árþúsunda skeið. Hún var ýmist dýrkuð eða fordæmd meðal Gyðinga og síðar kristinna, og í Biblíunni er hún kölluð Hóran frá Babýlon. 

Hugmyndir um þessa gyðju frá því fyrir 5000 árum eru með elstu varðveittu goðsögnum veraldar vegna þess að Súmerar skráðu hugmyndir sínar, trú og tilfinningar í ljóð sem hafa varðveist. Ljóðin sem fjalla um Inönnu eru flest goðsagnakvæði, sem segja sögu goða og kynjavera og samskipti þeirra sín á milli annars vegar og við mennskar verur hins vegar. Þau gefa því mynd af menningu þessa tíma og hugmyndum þeirra um þróun mannkyns og eðli æðri máttarvalda.

Hins vegar eru ljóð Enhedúönnu, hofgyðju í Úr, dóttur Sargons mikla, rituð um 2300 fyrir Krist. Enhedúanna tilbað Inönnu, en þjónaði í hofi foreldra hennar, Mánaparsins Nanna og Ningal. Ljóðin eru mjög persónuleg, segja sögu hofgyðjunnar ekki síður en gyðjunnar, eru þrungin tilfinningum. Í þeim má greina skýra, en mótsagnakennda og alhliða mynd af gyðjunni, auk þess sem þau gefa mynd af samfélaginu, eftirsóknarverðum gæðum og aðsteðjandi ógnum. Enhedúanna “undirritaði” ljóð sín og er elsta þekkta ljóðskáld heimsins.   

Í þessari Gyðjusögu höldum við áfram að rýna í sögu kvenlægrar menningar og þær rætur sem okkar menning sprettur úr, í gegnum þessar fornu minjar, gyðjuna og hofgyðjuna, og sú rýni nýtt sem spegill fyrir nútímann, menningu, trú og tilfinningar okkar sjálfra. 

Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna goðafræði og gyðjutrú. 

Gyðjusögurnar eru á miðvikudagskvöldum a.m.t.  tvisvar í mánuði,  frá kl.19 – 22  -

að Strandgötu 35, austurenda.

Skráning á vanadis@vanadis.is    

Verð kr. 5.000.- hvert kvöld, en fyrir 10.000 færðu aðgang að þrem sögum :) 

Vanadis logo small.jpgMynd augnabliksins

skogar_vor2.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 1358
Samtals: 4081053

Dagatal

« Apríl 2018 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning