Fréttir

Gyšjan

Mynd: Sunna Valgeršardóttir
Mynd: Sunna Valgeršardóttir

Saga Gyðjunnar - frá Miklugyðju til mín

Vetrarnám í gyðjufræðum fyrir konur

Valgerður H. Bjarnadóttir, MA í femínískri menningarsögu og trúarheimspeki

Staðsetning:  Fnjóskadalur  og Akureyri

6. október 2017 til 20. maí 2018

Í þessu námi verður sjónum beint að þætti kvenna og hins kvenlæga í mótun menningar og þar með sjálfsmyndar okkar. Við munum læra um sjálfar okkur og þær meðvituðu og ómeðvituðu hugmyndir sem móta okkur. Við lærum um gyðjumenningu fyrri tíma, mæðrasamfélög fyrr og nú, og  ótal myndbirtingar Gyðjunnar í gegnum árþúsundin, allt til okkar daga, og ekki síst um upprisu hennar á síðustu árum.  

Við munum að sjálfsögðu einnig fjalla um konur sem hafa átt ríkan þátt í að móta hugmyndir og menningu í gegnum tíðina. Við munum skoða gyðjur allra heimshluta en höfuðáherslan verður á þá menningu sem þróaðist frá Evrópu, Mesópótamíu og Egyptalandi og sem rætur okkar flestra teygja sig til. 

Mestan hluta menningarsögu okkar hefur almættið tekið á sig kvenímynd í huga manneskjunnar, amk til jafns við ímynd hins karllæga, og líklega var það svo í þúsundir ára að miðja menningarinnar var Gyðjan mikla.  Síðustu tvö til þrjú þúsund ár hafa svo karllægar trúarhugmyndir orðið yfirgnæfandi í viðurkenndum trúarbrögðum okkar menningarheims, þ.e. þeirra svæða sem aðhyllast svokallaða eingyðistrú.  Gyðjan, náttúran, ástin og viskan, hafa orðið undir og menningin öll ber þess merki. Stríðsguðir og guðir hins mikla alvalds eru allsráðandi og við vitum öll hvert það er að leiða okkur. 

Nú rís hún úr djúpunum og heimtar að við hlustum á hana, hið innra og ytra.  Þegar fjallað er um hugmynda- og menningarsögu mannkyns í námsefni skólanna eða almennt í samfélaginu fer lítið fyrir kvenlægum hugmyndum og sögu kvenna.  Þessi skekkja hefur bein áhrif á sjálfsmynd og heimsmynd bæði kvenna og karla. Sjálfsmynd beggja kynja og mynd þeirra af hvort öðru verður skökk. 

Námið er byggt upp með sögum af gyðjum og gyðjumenningu, konum og kvennamenningu, tengslum við náttúruna og ævintýrin hið ytra og innra, skapandi verkefnum og umræðum, samtali og samvinnu.

Leiðbeinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir en hún fær einnig til liðs við sig listakonur á ýmsum sviðum.  Valgerður er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á gyðjutrú. Hún hefur árum saman fjallað um sjálfsþekkingu, gyðjumenningu, drauma, ævintýri og shamanisma, í ræðu og riti, og á námskeiðum, auk ýmissa annarra starfa.

 

Skráning á sérstökum eyðublöðum, ekki síðar en 21. ágúst n.k.  

Skráning, umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á vanadis@vanadis.isMynd augnabliksins

abbey1.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 149
Samtals: 4600681

Dagatal

« September 2018 »
SMÞMFFL
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning