Fréttir

Ný stjórn AkureyrarAkademíunnar

Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, öðru nafni AkureyrarAkademían, hélt sinn fyrsta aðalfund í kvöld, 22. mars. Félagið, sem telur um 50 félagsmenn, er til húsa í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99, og þar geta félagar fengið aðstöðu til fræðistarfa gegn vægu gjaldi. Nú eru starfandi þar sex fræðimenn, sem vinna að ýmsum ólíkum verkefnum.

AkureyrarAkademían, sem stofnuð var í maí í fyrra, hefur auk daglegra starfa staðið fyrir fyrirlestrum, uppákomum, málþingi og félagsfundum, sem allt hefur verið vel sótt. Félagið hefur nú fengið fjárframlög frá ríki og bæ, auk styrks frá KEA, og hyggst standa fyrir fjölbreyttri starfsemi á árinu, þar sem m.a. verður lögð áhersla á að virkja hinn almenna félagsmann og tengja starfsemina við sem flestar hliðar mannlífsins. Þá verður leitast við að ná góðum tengslum við fræðimenn um allt Norðurland, en félagar eru nú flestir af Eyjafjarðarsvæðinu.  Í máli fráfarandi formanns, Jóns Hjaltasonar, kom einnig fram að lögð hefur verið áhersla á að félagið verði eins konar regnhlífarsamtök fyrir fagfélög fræðimanna á svæðinu og hefur m.a. verið í virku samstarfi við Sagnfræðingafélagið og Heimspekifélagið um fyrirlestra og opna fundi. Þá er samstarf við ReykjavíkurAkademíuna mikilvægur þáttur í uppbyggingu starfseminnar. Sunnanvindar blésu líka óvenju kröftuglega úti á meðan á fundinum stóð og gáfu fyrirheit um frjóa framtíð. 

 

Kosin var ný stjórn og í henni eiga sæti: Valgerður H. Bjarnadóttir, formaður, Margrét Guðmundsdóttir og Hjálmar S. Brynjólfsson í aðalstjórn og Kristín Þ. Kjartansdóttir og Páll Björnsson í varastjórn.



Mynd augnabliksins

blabervis.jpg

Heimsóknir

Í dag: 4104
Samtals: 4281365

Dagatal

« Júní 2018 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Á næstunni

Engir viðburðir á næstunni

Könnun

Hefurðu áhuga á námskeiðum Vanadísar?







Sjá niðurstöður
Sjá allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskráning