Slembival

Nżjustu fréttir

 • Lķfsvefurinn - Akureyri

  Lífsvefurinn

  sjálfsþekkingarnámskeið fyrir konur

  Þriðjudaga 6. febrúar til 27. mars, kl. 9 - 12 - alls 8 skipti, 24 klst 

  Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi 

  Námskeiðið er haldið í húsnæði Vanadísar
  Hvannavöllum 14, 3.hæð - Akureyri 

  Lífsvefurinn er nám fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur, styrkja sjálfsmynd sína og ná að vefa lífsins þræði á markvissan hátt í einkalífi og starfi. Lögð er áhersla á að skoða áhugasvið, hæfileika, þekkingu og reynslu sem kemur að gagni og eykur gleði í lífinu í heild. 

  Lesa meira

 • Nżjįrskvešja Vanadķsar 2018

  Gleðilegt nýtt ár elsku vinur og vinir og innilegar þakkir fyrir gefandi samskipti á liðnu ári og árum!

  Ég óska þess að okkar fegurstu draumar rætist og að við öðlumst styrk og visku til að taka á þeim verkefnum sem verða á vegi okkar, bæði þeim ljúfu og hrjúfu.

  Megi jafnvægi hins kvenlæga og karllæga, friður og ást, verðugar áskoranir og nærandi rótfesta, fegurð og virðing fyrir Móður Náttúru og öllum hennar börnum, einkenna nýtt ár.

  Munum auð hins liðna og tökum þátt í að skapa nýja tilveru byggða á jafnvægisgrunni.

  Vonandi tengjumst við sem oftast á því ári, hittumst, spjöllum, förum í ævintýraferðir og lærum af hvert öðru og lífinu.

  Ég hlakka til!


 • Kvennasögur Akureyri

  Marija Gimbutas

  Marija Gimbutas  
  Valgerður H. Bjarnadóttir, MA í trúarheimspeki og menningarsögu 

  Kvennasögur Vanadísar eru eins konar framhald Gyðjusagna undanfarinna ára. Þar verða kynntar til sögunnar ýmsar konur sem hafa haft áhrif á veraldarsöguna, í stóru og smáu, og sem kalla á athygli. Ég mun byrja á að kynna þær konur sem hafa hrifið mig mest, frá barnæsku til dagsins í dag. Þeirra á meðal eru systurnar Auður djúpúðga og Þórunn hyrna og sögupersónur eins og Áslaug Sigurðar- og Brynhildardóttir, sem var hugsanlega eitt sinn lifandi veruleiki, hugsanlega ekki. 


  En við hefjum leikinn með því að kynna til sögunnar litháensku fræðikonuna og brautryðjandann Mariju Gimbutas, sem setti fram kenninguna um Gyðjumenningu fornaldar í Evrópu. 
  Lesa meira

Mynd augnabliksins

vhbdimmuborgumilze.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 4082
Samtals: 4281343

Dagatal

« September 2018 »
SMÞMFFL
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning