Flýtilyklar
Nýjustu fréttir
-
Ný vefsíða Vanadísar í mótun
Almennt - föstudagur 22.jún.18 22:08 - Lestrar 1407Þessa dagana er Vanadís að vinna nýja vefsíðu, því þessi virkar bara alls ekki í snjalltækjum 😘
Sýnið okkur smá þolinmæði og innan skamms verður nýr og fínn vefur aðgengilegur. Þangað til finnið þið okkur á Facebook
-
Lífsvefurinn - Akureyri
Almennt - miðvikudagur 17.jan.18 15:45 - Lestrar 2681Lífsvefurinn
sjálfsþekkingarnámskeið fyrir konur
Þriðjudaga 6. febrúar til 27. mars, kl. 9 - 12 - alls 8 skipti, 24 klst
Leiðbeinandi: Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi
Námskeiðið er haldið í húsnæði Vanadísar
Hvannavöllum 14, 3.hæð - Akureyri
Lífsvefurinn er nám fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur, styrkja sjálfsmynd sína og ná að vefa lífsins þræði á markvissan hátt í einkalífi og starfi. Lögð er áhersla á að skoða áhugasvið, hæfileika, þekkingu og reynslu sem kemur að gagni og eykur gleði í lífinu í heild.
Lesa meira
-
Nýjárskveðja Vanadísar 2018
Almennt - mánudagur 1.jan.18 14:55 - Lestrar 2145Gleðilegt nýtt ár elsku vinur og vinir og innilegar þakkir fyrir gefandi samskipti á liðnu ári og árum!
Ég óska þess að okkar fegurstu draumar rætist og að við öðlumst styrk og visku til að taka á þeim verkefnum sem verða á vegi okkar, bæði þeim ljúfu og hrjúfu.
Megi jafnvægi hins kvenlæga og karllæga, friður og ást, verðugar áskoranir og nærandi rótfesta, fegurð og virðing fyrir Móður Náttúru og öllum hennar börnum, einkenna nýtt ár.
Munum auð hins liðna og tökum þátt í að skapa nýja tilveru byggða á jafnvægisgrunni.
Vonandi tengjumst við sem oftast á því ári, hittumst, spjöllum, förum í ævintýraferðir og lærum af hvert öðru og lífinu.
Ég hlakka til!
Leit
Heimsóknir
Samtals: 5388685