Slembival

Nżjustu fréttir

 • Einleikur og spjall ķ Hannesarholti


  Þórunn hyrna

  og Auður djúpúðga 

  Einleikur og spjall í Hannesarholti,

  Grundarstíg 10, Reykjavík 

   4. október 2016 kl. 20 

  Valgerður H. Bjarnadóttir fer hér í hlutverk Þórunnar hyrnu landnámskonu í Eyjafirði, sem segir sögu sína og systur sinnar. 

  Sagan geymir nokkur minni um Auði, líf hennar, uppruna og dauða, en við vitum minna um systur hennar Þórunni.  Þeir Íslendingar sem eiga rætur í þessu landi geta þó flestir ef ekki allir rakið ættir sínar til þeirra systra og víst er að þær hafa haft veruleg áhrif á mótun síns samfélags við landnám.  Þetta voru sigldar konur, sem höfðu kynnst ólíkum trúarbrögðum og menningarsamfélögum og báru án efa mikilvæg gildi hingað til lands, gildi sem ekki er úr vegi að rifja upp. 

  Lesa meira

 • Davķšsljóš ķ Hannesarholti

  Valgeršur ķ Davķšshśsi

  Sunnudag 25. september 2016, kl. 16 til 17

  "á vondra manna jörð"

  hugsjónin í verkum Davíðs Stefánssonar    

  Davíð Stefánsson var hugsjónamaður. Hann var frá unga aldri gagnrýninn á nær allar stofnanir samfélagsins og á mannanna verk, jafnt sín eigin sem annarra.  Ljóðin hans og önnur verk bera þess glögg merki að hann hataði hræsnina og valdið, hvort sem var trúarlegt, pólitískt, efnahagslegt eða persónulegt, og hann berst gegn því alla ævi.

   
  Lesa meira

 • Gyšjusögur Reykjavķk

  Geršur jötnamęr

  "Eigi eru ásynjurnar óhelgari"

  Af ásynjum, vanadísum, valkyrjum og jötnameyjum í rótum okkar

  26. september kl. 19 til 22  

  Valgerður H. Bjarnadóttir

   Í Gyðjusögum haustsins munum við fjalla um goðkynja kvenverur og áhrifamiklar formæður í rótum okkar. Í þetta sinn fjöllum við um norræna og samíska arfinn, mátt og helgi gyðjanna sem við þekkjum þaðan, og veltum fyrir okkur hvaða stöðu og áhrif þær höfðu á landnámsöld. Í næstu sögum beinum við athygli að keltneskum og kristnum rótum.

   

  Lesa meira

Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning