Slembival

Nżjustu fréttir

 • Gyšjusögur Reykjavķk - sķšasta sagan ķ bili


  24. október 2016 kl. 19 til 22

  Konur og kristni í Evrópu við landnám

  Valgerður H. Bjarnadóttir

  Í þessari örnámskeiðaröð um Gyðjuna og trúarsögu kvenna leiðir Valgerður þátttakendur inn í heim sem er óháður tíma og rúmi, í gegnum fróðleik, spjall og hugleiðslur.  Við höfum verið að fjalla um landnámsöldina þetta haustið og reynt að gera okkur grein fyrir þeirri menningu trúar og siða sem landnámskonur og - karlar lifðu og mótuðust í og sem við erum þar með sprottin úr.

  Í síðustu Gyðjusögu þessa hausts í Reykjavík, sem jafnframt er á sjálfan Kvennafrídaginn, víkkum við sjóndeildarhringinn og veltum fyrir okkur hvort og þá hvernig staða kvenna sunnar í Evrópu var á þeim tíma sem Ísland byggðist.   Lesa meira

 • Vanadķsin flytur noršur į nż

  Vanadís á Norðurlandi í vetur

  Nú styttist í brottför Vanadísar úr höfuðborginni, en þar hefur hún starfað s.l. fimm vetur. Á sumrin hefur Valgerður dvalið í Fnjóskadalnum og unnið við ýmiss verkefni þar og á Akureyri, en nú er komið að því að dvelja þar allt árið á ný.  Höfuðborgardvölin hefur verið nærandi og frískandi, en heimahagarnir hafa alltaf sitt aðdráttarafl.

  Frá  byrjun nóvember verður Vanadís með starfsstöð á Akureyri, auk þess sem boðið verður upp á námskeið o.fl. víðar á Norðurlandi.  Starfsemin verður að mestu óbreytt: námskeið af ýmsu tagi, bæði opin almenningi og sérsniðin fyrir ákveðna hópa; viðburðir s.s. ljóðadagskrár, sagnakvöld o.fl.; og hópastarf.

  Auk þess býður Valgerður upp á ráðgjöf og handleiðslu fyrir einstaklinga, pör og hópa, sem vilja styrkja sig og tengsl sín í einkalífi og starfi.

  Ég þakka ykkur Sunnanfólk fyrir gefandi samveru!

  Og ég hlakka til að sjá ykkur Norðlendingar og starfa með ykkur næstu árin :) 


 • Davķšsljóš ķ Hannesarholti

  Valgeršur ķ Davķšshśsi viš mynd af móšur Davķšs

  Móðirin í ljóðum Davíðs

  í umsjá Valgerðar H. Bjarnadóttur 

  Sunnudag 23. október, kl. 16  

  Fyrsta ljóðið í fyrstu ljóðabók Davíðs Stefánssonar, Svörtum fjöðrum, er Mamma ætlar að sofna. Það lýsir vel nánu og ástríku sambandi sem hann átti alla tíð við móður sína, Ragnheiði Davíðsdóttur.

  En Móðirin er stærra hugtak í huga Davíðs en svo að það rúmist í einni manneskju, hversu mikið sem hann elskar hana.  Í fjölda ljóða fjallar hann um Móðurina, móðurástina, sorg móðurinnar, Móður Jörð og guðsmóðurina, af djúpri einlægni, innsæi, aðdáun og auðmýkt. 

  Lesa meira

Mynd augnabliksins

mosamyri.jpg

Heimsóknir

Ķ dag: 2341
Samtals: 2249161

Dagatal

« Október 2016 »
SMÞMFFL
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031 

Į nęstunni

Engir višburšir į nęstunni

Könnun

Hefuršu įhuga į nįmskeišum Vanadķsar?Sjį nišurstöšur
Sjį allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskrįning