Slembival

Nýjustu fréttir

 • Opið hús

  Opið hús VANADÍSAR

  Laugardaginn 10. desember kl. 15 til 18 býður Valgerður H. Bjarnadóttir gestum og gangandi í OPIÐ HÚS, þar sem starfsemi  VANADÍSAR  verður kynnt.

  Eftir nokkurra ára fjarveru snýr Valgerður nú aftur heim með starfsemi sína, sem rekin er undir heitinu Vanadís - rætur okkar, draumar og auður. Í Opna húsinu verður starfsemi VANADÍSAR kynnt og þá sérstaklega fyrirhuguð námskeið og viðburðir á vormisseri 2017. 

  Heitt súkkulaði, kaffi og te á könnunni.

  Mandarínur, konfekt og aðventuandinn á sveimi í stofunni. 

  Yfirlit yfir námskeið og viðburði sem verða á dagskrá Vanadísar á vormisseri 2017: 

  Lesa meira

 • Dagskrá Vanadísar

  Valgerður í móðunni

  Vanadís á vormisseri 2017 

  Vanadís er nú í óðaönn að skipuleggja næsta ár og þá sérstaklega dagskrána á vormisseri 2017. Hún verður að mestu á Norðausturlandi, með höfuðstöðvar á Akureyri og í Fnjóskadal, en nokkur ferðalög um land og lönd verða þó með.

  Valgerður bregður sér suður yfir heiðar í janúar og mun bjóða upp á nokkur stutt námskeið í REYKJAVÍK á tímabilinu 6. til 20. janúar:
  GYÐJUSÖGUR
  DRAUMAR
  SHAMANISMI
  Og svo er aldrei að vita nema dagskrá með DAVÍÐSLJÓÐUM fái að fljóta með ef tími vinnst til.

   

  Á AKUREYRI og í ÞINGEYJARSÝSLUM verður boðið upp á námskeið, hópavinnu, viðburði og ráðgjöf/handleiðslu allt árið og brátt mun vormisserisdagskráin verða tilbúin til birtingar.

  Lesa meira

 • Draumakvöld Vanadísar Akureyri

  Jie Ma

  Draumar á tímamótum

  örnámskeið um draumavinnu 

  Valgerður H. Bjarnadóttir 

  Akureyri, fimmtudag 8. desember, kl. 19 til 22

  Myrkasti tími ársins er kjörvettvangur fyrir draumavinnu og tilvalið að enda þennan árshring og byrja nýjan á því að skrá draumana reglulega og temja sér að rýna í þá og tengjast þeim.  Okkur dreymir í hvert sinn sem við sofum, oftast marga drauma á hverri nóttu, og þótt við munum þá ekki alla, þá muna flest okkar einn og einn draum, sem gæti falið í sér mikilvæga þekkingu og skilaboð ef í hann væri rýnt. 

  Draumvitundin lagar sig að hrynjandi og lífsháttum hvers og eins okkar og því eru draumar hátíðanna um vetrarsólstöður oft draumar um tímamót, það sem við þurfum að sleppa og kveðja og það sem bíður okkar fagnandi og krefjandi. 

  Lesa meira

Mynd augnabliksins

laggrodur.jpg

Heimsóknir

Í dag: 1416
Samtals: 2314456

Dagatal

« Desember 2016 »
SMÞMFFL
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

Á næstunni

Könnun

Hefurðu áhuga á námskeiðum Vanadísar?Sjá niðurstöður
Sjá allar kannanir

Póstlistar


Deildarval

Framsetning efnis

Innskráning